Alltaf að sjá eitthvað nýtt 16. júlí 2004 00:01 "Þetta er ekki leiðinlegt starf en það er fremur lítið upp úr því að hafa," segir Loftur Þór Pétursson bólstrari sem við hittum á verkstæði sínu Bólsturverk við Kleppsmýrarveg. Hann talar af reynslu því hann hefur sinnt bólstrun í þrjátíu ár en einnig flytur hann inn handverkfæri og vélar til þeirrar iðnar. Loftur er eldhress og segir fjölbreytnina einn af kostum starfsins. "Þó maður sé búinn að vera lengi í þessu er maður alltaf að sjá eitthvað nýtt," segir hann brosandi. Loftur starfar einn að jafnaði en kveðst fá aðstoð flinkrar saumakonu stöku sinnum. Vinnan snýst um að gera upp eldri húsgögn sem eru vönduð að gerð. Ekki endilega í rókokkóstíl heldur líka stofnanahúsgögn fyrir skrifstofur, félagsheimili og skóla. En skyldi borga sig að láta gera upp húsgögn frekar en að kaupa ný? "Það er afstætt," svarar Loftur. "Ég var að klæða sófasett í síðustu viku; púðasett, ekki mjög gamalt. Kostnaðurinn við það með efni og vinnu var um 250 þúsund kall. Þú getur auðvitað fengið sófasett sem kostar minna en af allt öðrum gæðaflokki. Ef hlutirnir eru góðir upphaflega borgar sig að gera við þá en margt af því sem er á markaðinum núna er í raun bara einnota," segir hann og lýsir bólstrun stólsetu. "Fyrst tekur maður strigaborða og neglir niður með borðasaum. Síðan koma fjaðrirnar, bundnar í rétta hæð með bindigarni. Svo kemur hessíanstrigi og stopp. Yfir það kemur grófari strigi og er stunginn. Lóin sem er íslenskt gott ullarhráefni er næst og yfir hana kemur léreft og að lokum áklæði. Þannig að þetta eru æði mörg lög í einu sæti. Auðvitað er miklu léttara að fá sér svamp og suma utan um hann. Það er bara allt önnur vara." Stundum kemur einhver speki innan úr húsgögnunum þegar þau eru rifin í sundur. Nöfn og ártöl. Einnig kemur fyrir að húsgögn dagi uppi í bólstruninni af einhverjum ástæðum og Loftur nefnir í lokin dæmi um það. "Einu sinni var ég að gera upp tvo stóla fyrir gamlan mann og þegar ég hafði lokið við þá hringdi ég heim til hans en hann hafði þá dáið nóttina áður. Félagar mínir stríddu mér mikið á þessu. Sögðu að það borgaði sig ekki að fara með húsgögn til mín því menn lifðu það ekki af!" Atvinna Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Þetta er ekki leiðinlegt starf en það er fremur lítið upp úr því að hafa," segir Loftur Þór Pétursson bólstrari sem við hittum á verkstæði sínu Bólsturverk við Kleppsmýrarveg. Hann talar af reynslu því hann hefur sinnt bólstrun í þrjátíu ár en einnig flytur hann inn handverkfæri og vélar til þeirrar iðnar. Loftur er eldhress og segir fjölbreytnina einn af kostum starfsins. "Þó maður sé búinn að vera lengi í þessu er maður alltaf að sjá eitthvað nýtt," segir hann brosandi. Loftur starfar einn að jafnaði en kveðst fá aðstoð flinkrar saumakonu stöku sinnum. Vinnan snýst um að gera upp eldri húsgögn sem eru vönduð að gerð. Ekki endilega í rókokkóstíl heldur líka stofnanahúsgögn fyrir skrifstofur, félagsheimili og skóla. En skyldi borga sig að láta gera upp húsgögn frekar en að kaupa ný? "Það er afstætt," svarar Loftur. "Ég var að klæða sófasett í síðustu viku; púðasett, ekki mjög gamalt. Kostnaðurinn við það með efni og vinnu var um 250 þúsund kall. Þú getur auðvitað fengið sófasett sem kostar minna en af allt öðrum gæðaflokki. Ef hlutirnir eru góðir upphaflega borgar sig að gera við þá en margt af því sem er á markaðinum núna er í raun bara einnota," segir hann og lýsir bólstrun stólsetu. "Fyrst tekur maður strigaborða og neglir niður með borðasaum. Síðan koma fjaðrirnar, bundnar í rétta hæð með bindigarni. Svo kemur hessíanstrigi og stopp. Yfir það kemur grófari strigi og er stunginn. Lóin sem er íslenskt gott ullarhráefni er næst og yfir hana kemur léreft og að lokum áklæði. Þannig að þetta eru æði mörg lög í einu sæti. Auðvitað er miklu léttara að fá sér svamp og suma utan um hann. Það er bara allt önnur vara." Stundum kemur einhver speki innan úr húsgögnunum þegar þau eru rifin í sundur. Nöfn og ártöl. Einnig kemur fyrir að húsgögn dagi uppi í bólstruninni af einhverjum ástæðum og Loftur nefnir í lokin dæmi um það. "Einu sinni var ég að gera upp tvo stóla fyrir gamlan mann og þegar ég hafði lokið við þá hringdi ég heim til hans en hann hafði þá dáið nóttina áður. Félagar mínir stríddu mér mikið á þessu. Sögðu að það borgaði sig ekki að fara með húsgögn til mín því menn lifðu það ekki af!"
Atvinna Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira