Sykur og salt 25. júlí 2004 00:01 Nokkur orð - Jón Kaldal Það er óhætt að segja að hér sé mikilvæg umræða á ferðinni því að offita er mesti heilsufarsvandi sem blasir við hér á landi. Þessu hafa heilbrigðisyfirvöld gert sér grein fyrir og eitt af forgangsverkefnum hinnar ársgömlu Lýðheilsustofnunar er að bregðast við "ógnvænlegri ofþyngdarþróun þjóðarinnar" eins og það var orðað í bréfi sem Hagfræðistofnun sendi meðal annars til gosdrykkjaframleiðanda í tilefni af hugmyndum Lýðheilsustofnunar um forvarnargjald á sykur og gosdrykki. Hugmyndir um slíka skattlagningu sem tæki til neyslustýringar eru hvorki nýjar af nálinni né séríslenskt fyrirbæri. Bretar eru til að mynda að velta fyrir sér að koma á sérstökum skatti á skyndifæði og þá er salt undir smásjánni hjá þeim þar sem talið er að óhófleg saltneysla, og tilheyrandi of hár blóðþrýstingur, leggi allt að 35 þúsund Breta í gröfina á ári. Vandamálið er hins vegar að reynslan sýnir okkur að forvarnarskattar á borð við hugsanlegan sykurskatt Lýðheilsustofnunar og skyndibitaskatt Breta skila litlu og standa fyrir vikið ekkert sérstaklega vel undir nafni. Í því samhengi hefur Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, til dæmis bent á þá miklu þversögn að gosneysla er hvergi meiri í heiminum en hér á landi og í Noregi þar sem skattlagning gosdrykkja er einmitt hvað hæst. Mun vænlegra til árangurs er að ganga hreint til verks og reyna að breyta hugarfari fólks, til dæmis með því að reka áróður gegn of mikilli salt- og sykurneyslu á sama hátt og varað er við reykingum, og þannig brýna það til að taka ábyrgð á eigin heilsu og barna sinna. Sérstakur sykurskattur er í raun og veru miklu frekar forsjárhyggjuskattur heldur en forvarnaskattur. Skilaboðin með slíkum skatti fela í sér að verið sé að hafa vit fyrir fólki í stað þess að upplýsa það og leyfa því sjálfu að kjósa hvernig það hagar lífi sínu. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að hugmyndir um að hafa vit fyrir fjöldanum eigi sér ótrúlega víða hljómgrunn. Enn situr til dæmis fólk á Alþingi sem vildi banna okkur að drekka bjór, eins undarlega og það kann að hljóma í dag.Í Fréttablaðinu í gær var merkileg grein um baráttu Íslendinga og annarra vestrænna þjóða við sívaxandi offitu. Í greininni var því haldið fram að tekið sé á stækkun þjóðarinnar á þverveginn á kolröngum forsendum og meðal annars færð fyrir því rök að mikill ósigur sé framundan ef ekki verði horfið frá því að einblína á að þyngdartap sé markmið bættrar heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun
Nokkur orð - Jón Kaldal Það er óhætt að segja að hér sé mikilvæg umræða á ferðinni því að offita er mesti heilsufarsvandi sem blasir við hér á landi. Þessu hafa heilbrigðisyfirvöld gert sér grein fyrir og eitt af forgangsverkefnum hinnar ársgömlu Lýðheilsustofnunar er að bregðast við "ógnvænlegri ofþyngdarþróun þjóðarinnar" eins og það var orðað í bréfi sem Hagfræðistofnun sendi meðal annars til gosdrykkjaframleiðanda í tilefni af hugmyndum Lýðheilsustofnunar um forvarnargjald á sykur og gosdrykki. Hugmyndir um slíka skattlagningu sem tæki til neyslustýringar eru hvorki nýjar af nálinni né séríslenskt fyrirbæri. Bretar eru til að mynda að velta fyrir sér að koma á sérstökum skatti á skyndifæði og þá er salt undir smásjánni hjá þeim þar sem talið er að óhófleg saltneysla, og tilheyrandi of hár blóðþrýstingur, leggi allt að 35 þúsund Breta í gröfina á ári. Vandamálið er hins vegar að reynslan sýnir okkur að forvarnarskattar á borð við hugsanlegan sykurskatt Lýðheilsustofnunar og skyndibitaskatt Breta skila litlu og standa fyrir vikið ekkert sérstaklega vel undir nafni. Í því samhengi hefur Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, til dæmis bent á þá miklu þversögn að gosneysla er hvergi meiri í heiminum en hér á landi og í Noregi þar sem skattlagning gosdrykkja er einmitt hvað hæst. Mun vænlegra til árangurs er að ganga hreint til verks og reyna að breyta hugarfari fólks, til dæmis með því að reka áróður gegn of mikilli salt- og sykurneyslu á sama hátt og varað er við reykingum, og þannig brýna það til að taka ábyrgð á eigin heilsu og barna sinna. Sérstakur sykurskattur er í raun og veru miklu frekar forsjárhyggjuskattur heldur en forvarnaskattur. Skilaboðin með slíkum skatti fela í sér að verið sé að hafa vit fyrir fólki í stað þess að upplýsa það og leyfa því sjálfu að kjósa hvernig það hagar lífi sínu. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að hugmyndir um að hafa vit fyrir fjöldanum eigi sér ótrúlega víða hljómgrunn. Enn situr til dæmis fólk á Alþingi sem vildi banna okkur að drekka bjór, eins undarlega og það kann að hljóma í dag.Í Fréttablaðinu í gær var merkileg grein um baráttu Íslendinga og annarra vestrænna þjóða við sívaxandi offitu. Í greininni var því haldið fram að tekið sé á stækkun þjóðarinnar á þverveginn á kolröngum forsendum og meðal annars færð fyrir því rök að mikill ósigur sé framundan ef ekki verði horfið frá því að einblína á að þyngdartap sé markmið bættrar heilsu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun