KB banki leiðir sænsku kauphöllina 26. júlí 2004 00:01 KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
KB banki er methafinn í hækkunum í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréf bankans hafa tvöfaldast að verðgildi frá áramótum. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um hækkunina í forsíðufrétt um helgina. Blaðið undanskilur við röðun fyrirtækja þau fyrirtæki sem eru að markaðsverðmæti undir níu milljörðum króna. Að þeim frátöldum er KB banki í fyrsta sæti. Blaðamaður Dagens Industri fékk Sigurð Einarsson til að skýra árangurinn, þar sem hann stóð í miðri á við laxveiðar á Íslandi. "Hlutverk okkar er að reka fyrirtækið eins vel og mögulegt er. Ég held að þetta sé ekki flóknara en það að markaðurinn kunni að meta góðan vöxt og góða afkomu," segir Sigurður í samtali við blaðið. Blaðamaður Dagens Industri spyr því næst Sigurð hvort sé mikilvægara vöxtur eða hagnaður. "Hagnaður. Vöxtur má aldrei verða á kostnað hagnaðar," svarar Sigurður að bragði. Christer Villard sem stýrir starfsemi KB banka í Svíþjóð segir að innan bankans starfi dugmikill hópur sem finnist skemmtilegt að byggja upp starfsemina. "Leiðin til ákvarðana er stutt og við höfum mikið frelsi sem með ábyrgð og frumkvöðlastemningu einkennir alla starfsemina." Umræða um KB banka í Svíþjóð hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum. Bankinn bjó við afar neikvæða umræðu þegar hann lagði til atlögu við sænska bankann JP Nordiska. Félag fjárfesta í Svíþjóð réð sínu fólki frá því að taka bréf Kaupþings í skiptum fyrir bréf í sænska bankanum. Þeir sem tóku skiptunum á sínum tíma hafa margfaldað eign sína í hækkun hlutabréfa Kaupþings, sérstaklega eftir samruna við Búnaðarbankann. KB banki var nýverið færður á Atract 40 listann sem er listi yfir athyglisverðustu vonarpeninga á sænska markaðnum. Slíkt vekur athygli fjárfesta og eykur líkur á að fyrirtækið verði í framtíðinni skráð á aðallista sænsku kauphallarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira