Eyðsluflipp hjá Sævari Karli 27. júlí 2004 00:01 "Eftir að ég eignaðist barnið mitt fór ég í Sævar Karl, þakka þér kærlega fyrir, og keypti mér kjól, jakka, buxur, peysu og pils og allt á raðgreiðslum. Ég held ég hafi snappað eftir fæðinguna eða eitthvað, ég var svo mikil pæja og hetja og þurfti svo mikil verðlaun," segir Bryndís Ásmundsdóttir, söngkona og stuðbolti með Búðarbandinu, aðspurð um verstu kaup sem hún hefur gert. "Svo hef ég ekki getað notað neitt af þessu nema gallajakkann, sem ég flokka reyndar undir bestu kaup." Bryndís vill taka það skýrt fram að ekki sé við verslun Sævars Karls að sakast í þessu efni. "Fötin þar eru æðisleg, það vantar ekki, þetta var bara ég persónulega sem var á eyðslufylleríi. Kjóllinn til dæmis klæddi mig ekki og var úr þannig efni að ég fékk sár undir handarkrikana. Ég var eins og fáviti í gallabuxunum og pilsið, sem er rosalega krúttlegt, er bara engan veginn ég. En ég hef varla farið úr gallajakkanum í fimm ár." Bryndís er búin að leggja kortinu og kaupir ekki lengur út á krít. "Ég reyni að vera meðvituð í peningamálum og er alltaf að bæta mig. Kærastinn hefur líka mjög góð áhrif á mig, hann er svo ábyrgur," segir Bryndís og hlær. "En ég versla samt ekkert endilega á tilboðum og fæ grænar bólur þegar ég hugsa um útsölur. Ég er enginn gramsari," segir hún og vill endilega að það komi fram að þau í Búðarbandinu séu ferlega meðvituð og alltaf að spara peninga jafnframt því að spila frábæra tónlist á Prikinu. edda@frettabladid.is Fjármál Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Eftir að ég eignaðist barnið mitt fór ég í Sævar Karl, þakka þér kærlega fyrir, og keypti mér kjól, jakka, buxur, peysu og pils og allt á raðgreiðslum. Ég held ég hafi snappað eftir fæðinguna eða eitthvað, ég var svo mikil pæja og hetja og þurfti svo mikil verðlaun," segir Bryndís Ásmundsdóttir, söngkona og stuðbolti með Búðarbandinu, aðspurð um verstu kaup sem hún hefur gert. "Svo hef ég ekki getað notað neitt af þessu nema gallajakkann, sem ég flokka reyndar undir bestu kaup." Bryndís vill taka það skýrt fram að ekki sé við verslun Sævars Karls að sakast í þessu efni. "Fötin þar eru æðisleg, það vantar ekki, þetta var bara ég persónulega sem var á eyðslufylleríi. Kjóllinn til dæmis klæddi mig ekki og var úr þannig efni að ég fékk sár undir handarkrikana. Ég var eins og fáviti í gallabuxunum og pilsið, sem er rosalega krúttlegt, er bara engan veginn ég. En ég hef varla farið úr gallajakkanum í fimm ár." Bryndís er búin að leggja kortinu og kaupir ekki lengur út á krít. "Ég reyni að vera meðvituð í peningamálum og er alltaf að bæta mig. Kærastinn hefur líka mjög góð áhrif á mig, hann er svo ábyrgur," segir Bryndís og hlær. "En ég versla samt ekkert endilega á tilboðum og fæ grænar bólur þegar ég hugsa um útsölur. Ég er enginn gramsari," segir hún og vill endilega að það komi fram að þau í Búðarbandinu séu ferlega meðvituð og alltaf að spara peninga jafnframt því að spila frábæra tónlist á Prikinu. edda@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira