Olíuverð lækkar loksins

Olíuverð fór loksins að lækka á heimsmarkaði í gær eftir stöðugar hækkanir að undanförnu. Tvær ástæður vega þar þyngst. Annars vegar samkomulag stjórnvalda við rússneska olíufyrirtækið Yukos um uppgjör á skattaskuldum þannig að rekstur félagsins stöðvast ekki, eins og horfur voru á, en Yukos framleiðir um tvö prósent heimsframleiðslunnar. Hins vegar kom í ljós að bensínbirgðir í Bandaríkjunum hafa aukist og eru nú meiri en venjulega á þessum árstíma.