"Viljugir sem og óviljugir" 5. ágúst 2004 00:01 Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni. Það bætir síðan gráu ofan á svart að fylgjast með núverandi forseta Bandaríkjanna við hin ýmsu tækifæri í rúma tvo klukkutíma og sannfærast betur og betur um að það sé enginn heima þarna uppi. Þrátt fyrir dómsdagsstemningu myndarinnar er hún virkilega fyndin (hláturinn jaðrar á köflum við að vera hysterískur) og einstaklega vel gerð. Það er enginn jafn góður að mata mann á upplýsingum og Michael Moore. Galdurinn liggur í framsetningu efnisins þar sem kaldhæðni, kímni og miskunnarlaus raunveruleiki blandast saman í magnaðan kokteil. Auðvitað hagræðir Moore þessu öllu þannig að áhrifin verði sem mest, enda er hann enginn hreintrúamaður þegar kemur að heimildarmyndagerð heldur hugsjónamaður með brennandi þörf til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Sumar kenningarnar í myndinni eru langsóttar og samsæristemning með snert af ofsóknaræði liggur í loftinu en það verður ekki hjá því komist að meginþorri upplýsingana eru dagsannar og á sama tíma hrikalegar. Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifamikill og lætur, vonandi, engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru "í hópi hinu viljugu" gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleymanlegu heimildarmynd. Kristófer Dignus Fahrenheit 9/11 Leikstjóri: Michael Moore Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni. Það bætir síðan gráu ofan á svart að fylgjast með núverandi forseta Bandaríkjanna við hin ýmsu tækifæri í rúma tvo klukkutíma og sannfærast betur og betur um að það sé enginn heima þarna uppi. Þrátt fyrir dómsdagsstemningu myndarinnar er hún virkilega fyndin (hláturinn jaðrar á köflum við að vera hysterískur) og einstaklega vel gerð. Það er enginn jafn góður að mata mann á upplýsingum og Michael Moore. Galdurinn liggur í framsetningu efnisins þar sem kaldhæðni, kímni og miskunnarlaus raunveruleiki blandast saman í magnaðan kokteil. Auðvitað hagræðir Moore þessu öllu þannig að áhrifin verði sem mest, enda er hann enginn hreintrúamaður þegar kemur að heimildarmyndagerð heldur hugsjónamaður með brennandi þörf til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Sumar kenningarnar í myndinni eru langsóttar og samsæristemning með snert af ofsóknaræði liggur í loftinu en það verður ekki hjá því komist að meginþorri upplýsingana eru dagsannar og á sama tíma hrikalegar. Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifamikill og lætur, vonandi, engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru "í hópi hinu viljugu" gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleymanlegu heimildarmynd. Kristófer Dignus Fahrenheit 9/11 Leikstjóri: Michael Moore
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið