Dreifir Mentosi um borg og bæ 6. ágúst 2004 00:01 Bryndís Helgadóttir er átján ára stúlka sem vinnur við það tímabundið að ganga í fyrirtæki og gefa Mentos andremmueyði. Hún vinnur fyrir auglýsingaskrifstofuna Vatikanið í stórri markaðsherferð fyrir Mentos og hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir þessa sömu herferð. "Ég hringi í fyrirtækin áður en ég heimsæki þau og fæ leyfi til þess að koma og dreifa Mentosi. Þetta er alveg þvílík gleði og mjög gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki í kringum þessa herferð og það er allt frábært," segir Bryndís. "Ég sat á kaffihúsi einn daginn og hitti þá strák sem ég kannast við og vinnur hjá Vatikaninu. Hann tók mynd af mér og þannig var ég komin á skrá. Síðan var hringt í mig fyrr í sumar og mér boðið að vera í auglýsingunni. Ég sá ekki eftir því það var gaman að vera í auglýsingunni. Ég lít ekki á þetta beint sem vinnu heldur meira sem skemmtun. Þetta er líka stuttur og góður vinnutími þar sem ég vinn bara frá tíu á morgnana til tvö á daginn," segir Bryndís en hún dreifir Mentosinu aðeins í rúma viku. "Ég veit svo sem ekki hvað bíður mín næst en mér hefur allavega fundist mjög gaman hingað til þannig að ég væri til í að vinna meira í þessari herferð. Annars er ég að vinna hjá móður minni sem á fyrirtæki sem flytur inn finnsk lyf og selur í öll helstu apótek á landinu. Þar sé ég um að allar sendingar fari á réttan stað og sinni líka afgreiðslu." Aðspurð um hvort hún vilji leggja módelbransann fyrir sig þá útilokar Bryndís það ekki. "Það voru teknar myndir af mér í tískuþátt í Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem ég stunda nám. Mér fannst það mjög gaman en hugsaði ekki meira út í það fyrr en mér bauðst að leika í Mentos auglýsingunni. Ég held að þetta yrði varla aðalstarfið mitt en svo lengi sem þetta er gaman þá er ég alveg til í það." lilja@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bryndís Helgadóttir er átján ára stúlka sem vinnur við það tímabundið að ganga í fyrirtæki og gefa Mentos andremmueyði. Hún vinnur fyrir auglýsingaskrifstofuna Vatikanið í stórri markaðsherferð fyrir Mentos og hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir þessa sömu herferð. "Ég hringi í fyrirtækin áður en ég heimsæki þau og fæ leyfi til þess að koma og dreifa Mentosi. Þetta er alveg þvílík gleði og mjög gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki í kringum þessa herferð og það er allt frábært," segir Bryndís. "Ég sat á kaffihúsi einn daginn og hitti þá strák sem ég kannast við og vinnur hjá Vatikaninu. Hann tók mynd af mér og þannig var ég komin á skrá. Síðan var hringt í mig fyrr í sumar og mér boðið að vera í auglýsingunni. Ég sá ekki eftir því það var gaman að vera í auglýsingunni. Ég lít ekki á þetta beint sem vinnu heldur meira sem skemmtun. Þetta er líka stuttur og góður vinnutími þar sem ég vinn bara frá tíu á morgnana til tvö á daginn," segir Bryndís en hún dreifir Mentosinu aðeins í rúma viku. "Ég veit svo sem ekki hvað bíður mín næst en mér hefur allavega fundist mjög gaman hingað til þannig að ég væri til í að vinna meira í þessari herferð. Annars er ég að vinna hjá móður minni sem á fyrirtæki sem flytur inn finnsk lyf og selur í öll helstu apótek á landinu. Þar sé ég um að allar sendingar fari á réttan stað og sinni líka afgreiðslu." Aðspurð um hvort hún vilji leggja módelbransann fyrir sig þá útilokar Bryndís það ekki. "Það voru teknar myndir af mér í tískuþátt í Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem ég stunda nám. Mér fannst það mjög gaman en hugsaði ekki meira út í það fyrr en mér bauðst að leika í Mentos auglýsingunni. Ég held að þetta yrði varla aðalstarfið mitt en svo lengi sem þetta er gaman þá er ég alveg til í það." lilja@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira