Að soðna í eigin svita 13. ágúst 2004 00:01 Það tók Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara í sparnaðarakstri, tvo daga að aka 1.280 kílómetra, hringinn í kringum landið, á nýjum Toyota Prius sem er umhverfisvænasti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heiminum í dag. Ekki var reiknað með að hringurinn næðist á einum tanki en spár fóru nú heldur betur á annan veg því tankurinn dugði og er Sigrún Ósk því vel að titlinum komin. Aksturinn sjálfur tók um 24 tíma og var meðaleyðslan á bilinu 3,7-3,9 lítrar á hverja 100 kílómetra. Toyota-umboðið fékk Sigrúnu Ósk í verkið en tilgangur ferðarinnar var að sjá hve langt Toyota Prius kemst á einum bensíntanki. Vegna þess að bíllinn notar rafmagn og bensín er bensíntankurinn í Prius frekar lítill, um 45 lítrar. Bíllinn, sem búinn er rafmótor, býr einnig yfir hefðbundinni bensínvél og nýtir vel þá orku sem til verður við aksturinn. Í lok ferðar, þegar við blasti að hringnum yrði lokað á einum tanki, jók Sigrún hraðann úr 60 kílómetrum á klukkustund upp í leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegunum og niðurstaða ferðarinnar er því sú að Toyota Prius eyddi 4 lítrum á hundraðið í hringferðinni. "Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lokin. Auk þess var hitinn óbærilegur því ekki mátti ég hafa loftkælinguna á því það eyðir rafmagni. Ég var því á tímabili að soðna í eigin svita. Ég mætti auðvitað með bunka af geisladiskum til að hlusta á á leiðinni en þá mátti ég víst ekki hlusta á neitt því það eyddi svo miklu rafmagni. Svo ég opnaði ekkert fyrir útvarpið allan tímann en misskildi þetta eitthvað því þegar ég var komin á Selfoss þá sögðu þeir mér að ég hefði alveg mátt hlusta á útvarpið en ekki geislaspilarann. En ég hafði nú ofan af fyrir mér með eigin söng þannig að þetta bjargaðist," segir hún og hlær. Sigrún segir meðalaksturshraðann hafa verið í kringum sextíu kílómetrana og því hafi margir tekið fram úr henni. "Ég hélt fyrst að allir yrðu mjög pirraðir út í mig á þessum hraða snigilsins en það er öðru nær því fólk vinkaði mér bara og allir virtust voða glaðir. Það voru margir vinir mínir sem voru alveg til í að keyra með mér hringinn á tveimur dögum en það mátti ekki því það þyngir bílinn og eyðir þar með meira bensíni. Ég var því bara með ímyndaðan vin minn með mér í bílnum og það fór ágætlega um okkur," segir Sigrún Ósk, sem var með tvo aðstoðarmenn með sér hvor í sínum bílnum. En getur Sigrún Ósk gefið góð ráð varðandi sparnaðarakstur? "Það er bara að keyra eins og maður, ekki að vera að gefa bensínið mikið í botn eða nauðhemla á ljósum og nýta hraðann sem fæst þegar keyrt er niður brekku í þá næstu," segir hún. Bílar Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það tók Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara í sparnaðarakstri, tvo daga að aka 1.280 kílómetra, hringinn í kringum landið, á nýjum Toyota Prius sem er umhverfisvænasti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heiminum í dag. Ekki var reiknað með að hringurinn næðist á einum tanki en spár fóru nú heldur betur á annan veg því tankurinn dugði og er Sigrún Ósk því vel að titlinum komin. Aksturinn sjálfur tók um 24 tíma og var meðaleyðslan á bilinu 3,7-3,9 lítrar á hverja 100 kílómetra. Toyota-umboðið fékk Sigrúnu Ósk í verkið en tilgangur ferðarinnar var að sjá hve langt Toyota Prius kemst á einum bensíntanki. Vegna þess að bíllinn notar rafmagn og bensín er bensíntankurinn í Prius frekar lítill, um 45 lítrar. Bíllinn, sem búinn er rafmótor, býr einnig yfir hefðbundinni bensínvél og nýtir vel þá orku sem til verður við aksturinn. Í lok ferðar, þegar við blasti að hringnum yrði lokað á einum tanki, jók Sigrún hraðann úr 60 kílómetrum á klukkustund upp í leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegunum og niðurstaða ferðarinnar er því sú að Toyota Prius eyddi 4 lítrum á hundraðið í hringferðinni. "Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lokin. Auk þess var hitinn óbærilegur því ekki mátti ég hafa loftkælinguna á því það eyðir rafmagni. Ég var því á tímabili að soðna í eigin svita. Ég mætti auðvitað með bunka af geisladiskum til að hlusta á á leiðinni en þá mátti ég víst ekki hlusta á neitt því það eyddi svo miklu rafmagni. Svo ég opnaði ekkert fyrir útvarpið allan tímann en misskildi þetta eitthvað því þegar ég var komin á Selfoss þá sögðu þeir mér að ég hefði alveg mátt hlusta á útvarpið en ekki geislaspilarann. En ég hafði nú ofan af fyrir mér með eigin söng þannig að þetta bjargaðist," segir hún og hlær. Sigrún segir meðalaksturshraðann hafa verið í kringum sextíu kílómetrana og því hafi margir tekið fram úr henni. "Ég hélt fyrst að allir yrðu mjög pirraðir út í mig á þessum hraða snigilsins en það er öðru nær því fólk vinkaði mér bara og allir virtust voða glaðir. Það voru margir vinir mínir sem voru alveg til í að keyra með mér hringinn á tveimur dögum en það mátti ekki því það þyngir bílinn og eyðir þar með meira bensíni. Ég var því bara með ímyndaðan vin minn með mér í bílnum og það fór ágætlega um okkur," segir Sigrún Ósk, sem var með tvo aðstoðarmenn með sér hvor í sínum bílnum. En getur Sigrún Ósk gefið góð ráð varðandi sparnaðarakstur? "Það er bara að keyra eins og maður, ekki að vera að gefa bensínið mikið í botn eða nauðhemla á ljósum og nýta hraðann sem fæst þegar keyrt er niður brekku í þá næstu," segir hún.
Bílar Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira