Slökktu á sjónvarpinu 13. október 2005 14:32 Smári Jósepsson skrifar um einn stærsta tímaþjóf allra tíma Ah! Blessað sjónvarpið. Það getur gert mann alveg snar stundum. Sérstaklega þegar maður stendur sig að því að horfa á rammann sjálfan en ekki það sem er í honum. Þá kemur ein þunglyndasta hugsun heims: "Ég á mér ekkert líf". Botninum er náð. Í stað þess að gera skapandi hluti með eigið líf fylgist maður með þáttaröðum sem fjalla um spennandi atburði í lífi annarra. Sefjandi svo ekki sé meira sagt. Eins og með allt þá eru skoðanir fólks misjafnar á þessu. Sumir geta ekki án þess verið - aðrir prísa sig sæla að vera lausir. Það sem helst ber að varast er þegar þessi öflugi miðill er notaður í þeim tilgangi að véla fólk til að hafa vissar skoðanir á hlutunum eða til að trúa einhverju sem er ekki satt. Ónefnd þjóð ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað þetta snertir. Með ítrekuðum áróðri tekst æðstu ráðamönnum þar í landi að sannfæra fólk um að mikil ógn stafi af öðrum þjóðum og þeim beri að verja sig með hernaðaraðgerðum. Við þessu gleypir almenningur án teljandi hugsunnar og ungir strákar með vélbyssur, sem eru stærri en þeir sjálfir, telja sig vera að gera góða hluti þegar þeir eru sendir út á vígvöllinn. Það er með ólíkindum að hægt sé að fá manneskju til að telja sig vera að hjálpa fólki með því að beita það ofbeldi í svo miklum mæli. En þetta segir meira en mörg orð um vald þessa miðils. Fólk streymir út í búð og kaupir sér kók án þess að hafa hugmynd um af hverju það keypti sér kók. Ef maður eignast lágmarksmeðvitund um þetta þá er fyrsta skrefinu náð. Ósjálfrátt verður maður minna ginnkeyptur fyrir auglýsingum og upplýsingum og getur vinsað úr flórunni sem flæðir úr sjónvarpinu. Best af öllu er þó að vera alfarið án þess. Stuð milli stríða Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Smári Jósepsson skrifar um einn stærsta tímaþjóf allra tíma Ah! Blessað sjónvarpið. Það getur gert mann alveg snar stundum. Sérstaklega þegar maður stendur sig að því að horfa á rammann sjálfan en ekki það sem er í honum. Þá kemur ein þunglyndasta hugsun heims: "Ég á mér ekkert líf". Botninum er náð. Í stað þess að gera skapandi hluti með eigið líf fylgist maður með þáttaröðum sem fjalla um spennandi atburði í lífi annarra. Sefjandi svo ekki sé meira sagt. Eins og með allt þá eru skoðanir fólks misjafnar á þessu. Sumir geta ekki án þess verið - aðrir prísa sig sæla að vera lausir. Það sem helst ber að varast er þegar þessi öflugi miðill er notaður í þeim tilgangi að véla fólk til að hafa vissar skoðanir á hlutunum eða til að trúa einhverju sem er ekki satt. Ónefnd þjóð ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað þetta snertir. Með ítrekuðum áróðri tekst æðstu ráðamönnum þar í landi að sannfæra fólk um að mikil ógn stafi af öðrum þjóðum og þeim beri að verja sig með hernaðaraðgerðum. Við þessu gleypir almenningur án teljandi hugsunnar og ungir strákar með vélbyssur, sem eru stærri en þeir sjálfir, telja sig vera að gera góða hluti þegar þeir eru sendir út á vígvöllinn. Það er með ólíkindum að hægt sé að fá manneskju til að telja sig vera að hjálpa fólki með því að beita það ofbeldi í svo miklum mæli. En þetta segir meira en mörg orð um vald þessa miðils. Fólk streymir út í búð og kaupir sér kók án þess að hafa hugmynd um af hverju það keypti sér kók. Ef maður eignast lágmarksmeðvitund um þetta þá er fyrsta skrefinu náð. Ósjálfrátt verður maður minna ginnkeyptur fyrir auglýsingum og upplýsingum og getur vinsað úr flórunni sem flæðir úr sjónvarpinu. Best af öllu er þó að vera alfarið án þess.
Stuð milli stríða Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira