25.000 manna samsöngur í Tallin 18. ágúst 2004 00:01 Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg," Ferðalög Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg,"
Ferðalög Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira