Baðherberginu breytt 23. ágúst 2004 00:01 "Ef um umfangsmiklar breytingar er að ræða ráðleggjum við fólki að verða sér út um grunmynd af baðherberginu þar sem kemur fram meðal annars staðsetning hurðar og glugga sem er ansi mikilvægt fyrir skipulagið," segja þær Helga Nína og Hulda sem aðstoða viðskiptavini sína við alla hugmyndavinnu og val. "Það sem skiptir miklu máli er að fólk velji vel svo allt falli að sama stílnum, bæði inn á baðherberginu og útfrá öðru í húsinu. Samspil margra hluta er um að ræða og skiptir máli að allt fari vel saman," segja þær. "Hérna áður fyrr var úrvalið ekki mikið en nú er það endalaust og í raun hrein unun að koma og skoða allt það sem er til því hönnun á þessum hlutum hefur fleygt svo mikið fram. Efnin sem vörurnar eru unnar úr er orðið víðtækara og eru flest baðkör í mörgum stærðum sem auðvelt er að þrífa og þægilegt að liggja í," segja Helga Nína og Hulda sem benda á að hjá BYKO sér fagfólk um allt vöruval og vöruþróun og þar á meðal innanhússarkitekt, enda gerir fólk í dag miklar kröfur til baðherbergisins. "Við sjáum það í nýjum húsum að fólk er farið að hafa baðherbergið stórt og vill hafa þar meiri lúxus. Mikið hefur aukist að heitir pottar séu í görðum fólks og þá jafnvel gengið út að pottinum úr baðherberginum og þannig stækkar hlutverk þess," segja þær og telja baðherbergið stað þar sem fólk vill láta sér líða vel. Hinsvegar býður ekki allt húsnæði upp á mikið rými og að jafnaði er fólk með baðherbergi sem er svona 4 til 6 fermbetrar. "Fólk getur auðvitað látið sér detta hvað sem er í hug en það verður að sjálfsögðu að vera með raunhæfar hugmyndir og það verður að vinna innan þess ramma sem rýmið býður upp á. En góður undirbúningur er allt sem þarf og með réttri skipulagsvinnu er hægt að gera ótrúlegustu hluti," segja Helga Nína og Hulda. "Það er hægt að gera nánast hvað sem er og um að gera að gefa sér bara góðan tíma til að skoða möguleikana vel," segja þær Hulda I. Skúladóttir og Helga Nína Aas tækniteiknarar innréttingadeildar BYKO í Breiddinni þegar kemur að því að breyta eða bæta baðherberginu. "Til þess að fá það sem maður vill getur forsjárhyggja skipt máli og mælum við með því að ákvarðanir séu teknar um útlit og hönnun baðherbergisins áður en allt er rifið út," segja þær því það tekur tíma að velja úr því mikla úrvali sem býðst auk þess sem sumt þarf að sérpanta og því ekki ráðlegt að klára málin á einum degi. Hús og heimili Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
"Ef um umfangsmiklar breytingar er að ræða ráðleggjum við fólki að verða sér út um grunmynd af baðherberginu þar sem kemur fram meðal annars staðsetning hurðar og glugga sem er ansi mikilvægt fyrir skipulagið," segja þær Helga Nína og Hulda sem aðstoða viðskiptavini sína við alla hugmyndavinnu og val. "Það sem skiptir miklu máli er að fólk velji vel svo allt falli að sama stílnum, bæði inn á baðherberginu og útfrá öðru í húsinu. Samspil margra hluta er um að ræða og skiptir máli að allt fari vel saman," segja þær. "Hérna áður fyrr var úrvalið ekki mikið en nú er það endalaust og í raun hrein unun að koma og skoða allt það sem er til því hönnun á þessum hlutum hefur fleygt svo mikið fram. Efnin sem vörurnar eru unnar úr er orðið víðtækara og eru flest baðkör í mörgum stærðum sem auðvelt er að þrífa og þægilegt að liggja í," segja Helga Nína og Hulda sem benda á að hjá BYKO sér fagfólk um allt vöruval og vöruþróun og þar á meðal innanhússarkitekt, enda gerir fólk í dag miklar kröfur til baðherbergisins. "Við sjáum það í nýjum húsum að fólk er farið að hafa baðherbergið stórt og vill hafa þar meiri lúxus. Mikið hefur aukist að heitir pottar séu í görðum fólks og þá jafnvel gengið út að pottinum úr baðherberginum og þannig stækkar hlutverk þess," segja þær og telja baðherbergið stað þar sem fólk vill láta sér líða vel. Hinsvegar býður ekki allt húsnæði upp á mikið rými og að jafnaði er fólk með baðherbergi sem er svona 4 til 6 fermbetrar. "Fólk getur auðvitað látið sér detta hvað sem er í hug en það verður að sjálfsögðu að vera með raunhæfar hugmyndir og það verður að vinna innan þess ramma sem rýmið býður upp á. En góður undirbúningur er allt sem þarf og með réttri skipulagsvinnu er hægt að gera ótrúlegustu hluti," segja Helga Nína og Hulda. "Það er hægt að gera nánast hvað sem er og um að gera að gefa sér bara góðan tíma til að skoða möguleikana vel," segja þær Hulda I. Skúladóttir og Helga Nína Aas tækniteiknarar innréttingadeildar BYKO í Breiddinni þegar kemur að því að breyta eða bæta baðherberginu. "Til þess að fá það sem maður vill getur forsjárhyggja skipt máli og mælum við með því að ákvarðanir séu teknar um útlit og hönnun baðherbergisins áður en allt er rifið út," segja þær því það tekur tíma að velja úr því mikla úrvali sem býðst auk þess sem sumt þarf að sérpanta og því ekki ráðlegt að klára málin á einum degi.
Hús og heimili Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira