Mímir-Símenntun 25. ágúst 2004 00:01 Dagskrá haustsins hjá Mími - Símenntun verður spennandi að vanda að sögn Huldu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra. "Starfsemin hjá okkur er tvíþætt, annarsvegar eru tómstundanámskeið fyrir börn og fullorðna og hinsvegar starfstengd námskeið. Sem dæmi um námskeið í flokknum Listir og Menning má nefna að í haust verður í fyrsta skipti námskeið hjá Kristni R. Ólafssyni sem nefnist "Háborgin Spánar...Madrid í máli og myndum" og við hlökkum mjög til að fá Kristinn til að fræða okkur um hina fornfrægu borg. Boðið verður upp á námskeiðið "Menningarheimur Araba" sem Jóhanna Kristjónsdóttir kennir en það hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og við vonumst til að fá Guðberg Bergsson til að halda aftur námskeiðið um Don Kíkóta sem naut fádæma vinsælda. Í tungumálanáminu er það helsta nýjungin að við munum bjóða upp á tungumálanámskeið til eininga til framhaldsskóla og fólk getur valið að taka byrjunaráfangana frekar hér hjá okkur en í skólanum. Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á tungumálakennslu og verðum með 15-20 tungumál á boðstólum í haust, ýmist hóptíma eða einkatíma," segir Hulda. "Við verðum líka með einn flokk sem við köllum Gagn og gaman og þar verður Ragnhildur Sigurðardóttir golfkona áfram með golfkennslu fyrir konur, en einnig eru þar ýmis námskeið t.d. í framandi matargerð. Svo eru ýmis starfstengd og almenn námskeið í samstarfi við stéttarfélög. Dæmi um það er námskeið sem við köllum Grunnmenntaskólann og eru fyrir þá sem eingöngu hafa lokið grunnskólanámi. Það liggur fyrir að þessi Grunnmenntaskóli verði metinn til 24 eininga inn í framhaldsskóla og það er mjög mikilvæg brú fyrir ófaglært fólk yfir í formlegt nám. Í þessu námi verðum við vör við að þeir sem hafa misst sjálfstraust til náms fá það aftur. Svo höfum við verið með námskeið fyrir lesblinda sem hafa mælst mjög vel fyrir og við munum halda þeim áfram." En ætlar Hulda að sækja einhver þessara námskeiða sjálf? "Já, ég ætla að sækja námskeiðið hjá Kristni R. Ólafssyni og vonandi fleiri ef tími vinnst til." Námskeiðin byrja 15.september og fer skráning fram á heimasíðunni mimir.is eða í síma 580 1800. Nám Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Dagskrá haustsins hjá Mími - Símenntun verður spennandi að vanda að sögn Huldu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra. "Starfsemin hjá okkur er tvíþætt, annarsvegar eru tómstundanámskeið fyrir börn og fullorðna og hinsvegar starfstengd námskeið. Sem dæmi um námskeið í flokknum Listir og Menning má nefna að í haust verður í fyrsta skipti námskeið hjá Kristni R. Ólafssyni sem nefnist "Háborgin Spánar...Madrid í máli og myndum" og við hlökkum mjög til að fá Kristinn til að fræða okkur um hina fornfrægu borg. Boðið verður upp á námskeiðið "Menningarheimur Araba" sem Jóhanna Kristjónsdóttir kennir en það hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og við vonumst til að fá Guðberg Bergsson til að halda aftur námskeiðið um Don Kíkóta sem naut fádæma vinsælda. Í tungumálanáminu er það helsta nýjungin að við munum bjóða upp á tungumálanámskeið til eininga til framhaldsskóla og fólk getur valið að taka byrjunaráfangana frekar hér hjá okkur en í skólanum. Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á tungumálakennslu og verðum með 15-20 tungumál á boðstólum í haust, ýmist hóptíma eða einkatíma," segir Hulda. "Við verðum líka með einn flokk sem við köllum Gagn og gaman og þar verður Ragnhildur Sigurðardóttir golfkona áfram með golfkennslu fyrir konur, en einnig eru þar ýmis námskeið t.d. í framandi matargerð. Svo eru ýmis starfstengd og almenn námskeið í samstarfi við stéttarfélög. Dæmi um það er námskeið sem við köllum Grunnmenntaskólann og eru fyrir þá sem eingöngu hafa lokið grunnskólanámi. Það liggur fyrir að þessi Grunnmenntaskóli verði metinn til 24 eininga inn í framhaldsskóla og það er mjög mikilvæg brú fyrir ófaglært fólk yfir í formlegt nám. Í þessu námi verðum við vör við að þeir sem hafa misst sjálfstraust til náms fá það aftur. Svo höfum við verið með námskeið fyrir lesblinda sem hafa mælst mjög vel fyrir og við munum halda þeim áfram." En ætlar Hulda að sækja einhver þessara námskeiða sjálf? "Já, ég ætla að sækja námskeiðið hjá Kristni R. Ólafssyni og vonandi fleiri ef tími vinnst til." Námskeiðin byrja 15.september og fer skráning fram á heimasíðunni mimir.is eða í síma 580 1800.
Nám Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira