Hið sérstaka í skápnum 25. ágúst 2004 00:01 "Ég á buxur sem eru frekar sérstakar. Þær eru karrígular og eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Brynja Valdís Gísladóttir, leikkona. "Ég keypti þessar buxur á útimarkaði í Brussel þegar ég var í bekkjarferð með Leiklistarskólanum árið 2001. Ég kom strax auga á þær og það skemmtilega er að þær voru einu sinni gardínur í einhverri stofnun þar í borg. Þegar gluggatjöldin voru tekin niður voru búnar til buxur úr þeim. Þær eru frekar þykkar með blómamynstri og úr ekta gluggatjaldaefni," segir Brynja Valdís og bætir við að buxurnar hafi verið þær einu sem búnar voru til úr þessum frægu gardínum. Það er alls ekki amalegt að eiga svona einstakar buxur sem enginn annar á. Brynja Valdís segist þó ekki nota þær mjög mikið þar sem þær veki verðskuldaða athygli. "Ég nota þær endrum og eins við sérstök tækifæri." Annars er nóg að gera hjá Brynju Valdísi um þessar mundir og kannski ekki tími til að klæðast karrígulu buxunum. "Það er rokna stuð í sýningunni Happy End hjá Sumaróperunni sem ég leik í þessa dagana. Það er mikil leikgleði og góður mórall," segir Brynja Valdís glöð í bragði en annars er hægt að fylgjast grannt með henni á vefsíðunni brynjavaldis.com. Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég á buxur sem eru frekar sérstakar. Þær eru karrígular og eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Brynja Valdís Gísladóttir, leikkona. "Ég keypti þessar buxur á útimarkaði í Brussel þegar ég var í bekkjarferð með Leiklistarskólanum árið 2001. Ég kom strax auga á þær og það skemmtilega er að þær voru einu sinni gardínur í einhverri stofnun þar í borg. Þegar gluggatjöldin voru tekin niður voru búnar til buxur úr þeim. Þær eru frekar þykkar með blómamynstri og úr ekta gluggatjaldaefni," segir Brynja Valdís og bætir við að buxurnar hafi verið þær einu sem búnar voru til úr þessum frægu gardínum. Það er alls ekki amalegt að eiga svona einstakar buxur sem enginn annar á. Brynja Valdís segist þó ekki nota þær mjög mikið þar sem þær veki verðskuldaða athygli. "Ég nota þær endrum og eins við sérstök tækifæri." Annars er nóg að gera hjá Brynju Valdísi um þessar mundir og kannski ekki tími til að klæðast karrígulu buxunum. "Það er rokna stuð í sýningunni Happy End hjá Sumaróperunni sem ég leik í þessa dagana. Það er mikil leikgleði og góður mórall," segir Brynja Valdís glöð í bragði en annars er hægt að fylgjast grannt með henni á vefsíðunni brynjavaldis.com.
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira