Nánast ódrepandi jakki 2. september 2004 00:01 Ég á einn jakka sem er uppáhaldsflíkin mín. Þetta er Sherlock Holmes-jakki og frekar stuttur jakkafatajakki. Þetta er brúnleitur, köflóttur ullarjakki með ekta Sherlock Holmes-kraga og stórum brúnum tölum," segir Valur Freyr Einarsson, leikari. "Jakkann keypti ég árið 2000 þegar ég var búsettur í London. Þar voru svokallaðar "Healthy Aid"-búðir sem voru góðgerðarbúðir til að hjálpa öldruðum. Ég held að jakkinn hafi örugglega ekki kostað meira en eitt pund sem eru um 130 krónur. Ég hef notað þennan jakka stanslaust síðan og alltaf einhvern hluta af vetri. Hann dugir mér vel þar sem þetta er ekta breskur jakki þannig að hann er vel frágenginn og nánast ódrepandi. Það má segja að þetta hafi verið algjör kjarakaup," segir Valur sem aldrei hefur þurft að láta gera við jakkann. "Ég hef farið með hann í hreinsun af og til en það sér ekkert á honum." Valur er ekki mikill snyrtipinni af eigin sögn en jakkinn hefur nú oft bjargað því. "Ég reyni að vera snyrtilegur oftast en er ekki þekktur fyri það. Ég hef samt fengið margar athugasemdir á þennan jakka vegna þess að hann er dálítið smart. Ég held að fólk haldi að hann sé dýrari en hann í raun er en ég hef aldrei kjaftað frá því - fyrr en núna. Þessi jakki lifir af og hann er svoleiðis að sonur minn fer að nota hann í hippamenningunni þegar hún lifnar aftur við," segir Valur sem er í óðaönn að æfa splunkunýtt leikrit. "Við byrjuðum æfingar á Hinum útvalda á afmælisdeginum mínum 16. ágúst. Ég sem sagt hélt uppá afmælisdaginn minn á fyrstu æfingunni. Það var reyndar of heitt til að vera í Sherlock Holmes-jakkanum í tilefni dagsins en við stefnum á að frumsýna leikritið þann 16. september. Þetta er ekta gauraleikrit fyrir tíu til fimmtán ára gaura. Það eru samt auðvitað allir velkomnir." Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Ég á einn jakka sem er uppáhaldsflíkin mín. Þetta er Sherlock Holmes-jakki og frekar stuttur jakkafatajakki. Þetta er brúnleitur, köflóttur ullarjakki með ekta Sherlock Holmes-kraga og stórum brúnum tölum," segir Valur Freyr Einarsson, leikari. "Jakkann keypti ég árið 2000 þegar ég var búsettur í London. Þar voru svokallaðar "Healthy Aid"-búðir sem voru góðgerðarbúðir til að hjálpa öldruðum. Ég held að jakkinn hafi örugglega ekki kostað meira en eitt pund sem eru um 130 krónur. Ég hef notað þennan jakka stanslaust síðan og alltaf einhvern hluta af vetri. Hann dugir mér vel þar sem þetta er ekta breskur jakki þannig að hann er vel frágenginn og nánast ódrepandi. Það má segja að þetta hafi verið algjör kjarakaup," segir Valur sem aldrei hefur þurft að láta gera við jakkann. "Ég hef farið með hann í hreinsun af og til en það sér ekkert á honum." Valur er ekki mikill snyrtipinni af eigin sögn en jakkinn hefur nú oft bjargað því. "Ég reyni að vera snyrtilegur oftast en er ekki þekktur fyri það. Ég hef samt fengið margar athugasemdir á þennan jakka vegna þess að hann er dálítið smart. Ég held að fólk haldi að hann sé dýrari en hann í raun er en ég hef aldrei kjaftað frá því - fyrr en núna. Þessi jakki lifir af og hann er svoleiðis að sonur minn fer að nota hann í hippamenningunni þegar hún lifnar aftur við," segir Valur sem er í óðaönn að æfa splunkunýtt leikrit. "Við byrjuðum æfingar á Hinum útvalda á afmælisdeginum mínum 16. ágúst. Ég sem sagt hélt uppá afmælisdaginn minn á fyrstu æfingunni. Það var reyndar of heitt til að vera í Sherlock Holmes-jakkanum í tilefni dagsins en við stefnum á að frumsýna leikritið þann 16. september. Þetta er ekta gauraleikrit fyrir tíu til fimmtán ára gaura. Það eru samt auðvitað allir velkomnir."
Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira