Kaupin rýra verð Landssímans 4. september 2004 00:01 Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verðgildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann segir þróunina vera þá að sjónvarpsefni verði í auknum mæli sent út í gegnum dreifikerfi símafyrirtækjanna og Landssíminn hefði orðið leiðandi á því sviði að hans mati. Kaup félagsins á Fjörgný geri það hins vegar að verkum að Norðurljós fari ekki í samstarf um uppbyggingu slíks kerfis. ,,Ef Landssíminn hefði stillt sig um að fara í beina samkeppni á sjónvarpsmarkaði hefði hann getað verið í fararbroddi við að byggja um dreifikerfi í samstarfi við öll fjölmiðlafyrirtækin. Í stað þess er opinbert fé notað til að styrkja fjárhagslega veika sjónvarpsstöð á samkeppnismarkaði. Þetta er sérkennileg forgangsröðun." Skarpéðinn telur viðskiptin tengjast átökunum sem stóðu um fjölmiðlafrumvarpið. ,,Aðdáendur fjölmiðlafrumvarpsins eru að nota peninga Landssímans til að halda þeim leik áfram. Þeim gekk ekki að koma höggi á Norðurljós með frumvarpinu og þá eru aðrar leiðir farnar til þess. Við höfðum átt í óformlegum viðræðum við aðstandendur Fjörgnýs um að kaupa félagið en svo kemur Landsíminn inn í myndina með opinbert fé og nær viðskiptunum." Skarphéðinn telur að Landssíminn hafi skuldbundið sig fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð króna með kaupunum á Fjörgný. Hann vísar því á bug, sem haldið hefur verið fram í fréttum, að forsvarsmenn Norðurljósa hafi leitað til Landsbankans til að reyna að koma í veg fyrir viðskiptin, en bankinn er helsti lánadrottinn Skjás eins. Ekki náðist í forsvarsmenn Landssímans í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verðgildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann segir þróunina vera þá að sjónvarpsefni verði í auknum mæli sent út í gegnum dreifikerfi símafyrirtækjanna og Landssíminn hefði orðið leiðandi á því sviði að hans mati. Kaup félagsins á Fjörgný geri það hins vegar að verkum að Norðurljós fari ekki í samstarf um uppbyggingu slíks kerfis. ,,Ef Landssíminn hefði stillt sig um að fara í beina samkeppni á sjónvarpsmarkaði hefði hann getað verið í fararbroddi við að byggja um dreifikerfi í samstarfi við öll fjölmiðlafyrirtækin. Í stað þess er opinbert fé notað til að styrkja fjárhagslega veika sjónvarpsstöð á samkeppnismarkaði. Þetta er sérkennileg forgangsröðun." Skarpéðinn telur viðskiptin tengjast átökunum sem stóðu um fjölmiðlafrumvarpið. ,,Aðdáendur fjölmiðlafrumvarpsins eru að nota peninga Landssímans til að halda þeim leik áfram. Þeim gekk ekki að koma höggi á Norðurljós með frumvarpinu og þá eru aðrar leiðir farnar til þess. Við höfðum átt í óformlegum viðræðum við aðstandendur Fjörgnýs um að kaupa félagið en svo kemur Landsíminn inn í myndina með opinbert fé og nær viðskiptunum." Skarphéðinn telur að Landssíminn hafi skuldbundið sig fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð króna með kaupunum á Fjörgný. Hann vísar því á bug, sem haldið hefur verið fram í fréttum, að forsvarsmenn Norðurljósa hafi leitað til Landsbankans til að reyna að koma í veg fyrir viðskiptin, en bankinn er helsti lánadrottinn Skjás eins. Ekki náðist í forsvarsmenn Landssímans í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira