Samkeppnisyfirvöld skoða kaupin 7. september 2004 00:01 Samkeppnisyfirvöld skoða nú kaup Símans á sýningarrétti enska boltans og fjórðungshlut í Skjá einum. Stöð tvö ítrekaði í gær tveggja ára gamla kvörtun sína til samkeppnisyfirvalda vegna breiðvarps Símans. Samkeppnisráð tók ákvörðun árið 1998 í svokölluðu breiðvarpsmáli. Þá var mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað breiðvarpsins og annarar starfsemi Landssímans. Stöð 2 kvartaði hins vegar fyrir tveimur árum yfir því að aðskilnaðurinn væri ekki augljós. Rannsókn fór í gang en í millitíðinni tók Samkeppnisráð ákvörðun um að forgangsraða verkefnum stofnunarinnar vegna anna; olíumálin og fleiri stór mál voru sett á oddinn. Öðrum var tilkynnt um að talsverð bið yrði á afgreiðslu þeirra mála. Þar á meðal var Stöð 2. Í gær ítrekaði Stöð 2 kvörtun sína vegna fyrra málsins með hliðsjón af kaupum Landssímans á hlut í Skjá einum og enska boltanum. Samkeppnisyfirvöld eru einnig að skoða samrunann að eigin frumkvæði og þá með hliðsjón af samrunaákvæði samkeppnislaga. Landssíminn hefur óskað eftir fundi með stofnuninni á fimmtudag til að ræða markmið kaupanna og viðhorf fyrirtækisins. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun segir að reynt verði að leggja mat á það hvort þetta sé samruni í skilningi samrunaákvæðis samkeppnislaga. Ef um það er að ræða samkvæmt lögunum verður lagt mat á hvort þetta hafi samþjöppun í för með sér á þeim mörkuðum þar sem áhrifanna gætir, og hvort samþjöppunin kunni að vera skaðleg fyrir samkeppnina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld skoða nú kaup Símans á sýningarrétti enska boltans og fjórðungshlut í Skjá einum. Stöð tvö ítrekaði í gær tveggja ára gamla kvörtun sína til samkeppnisyfirvalda vegna breiðvarps Símans. Samkeppnisráð tók ákvörðun árið 1998 í svokölluðu breiðvarpsmáli. Þá var mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað breiðvarpsins og annarar starfsemi Landssímans. Stöð 2 kvartaði hins vegar fyrir tveimur árum yfir því að aðskilnaðurinn væri ekki augljós. Rannsókn fór í gang en í millitíðinni tók Samkeppnisráð ákvörðun um að forgangsraða verkefnum stofnunarinnar vegna anna; olíumálin og fleiri stór mál voru sett á oddinn. Öðrum var tilkynnt um að talsverð bið yrði á afgreiðslu þeirra mála. Þar á meðal var Stöð 2. Í gær ítrekaði Stöð 2 kvörtun sína vegna fyrra málsins með hliðsjón af kaupum Landssímans á hlut í Skjá einum og enska boltanum. Samkeppnisyfirvöld eru einnig að skoða samrunann að eigin frumkvæði og þá með hliðsjón af samrunaákvæði samkeppnislaga. Landssíminn hefur óskað eftir fundi með stofnuninni á fimmtudag til að ræða markmið kaupanna og viðhorf fyrirtækisins. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun segir að reynt verði að leggja mat á það hvort þetta sé samruni í skilningi samrunaákvæðis samkeppnislaga. Ef um það er að ræða samkvæmt lögunum verður lagt mat á hvort þetta hafi samþjöppun í för með sér á þeim mörkuðum þar sem áhrifanna gætir, og hvort samþjöppunin kunni að vera skaðleg fyrir samkeppnina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira