Ein besta platan í ár 8. september 2004 00:01 Hljómsveitin Hjálmar lét fyrst að sér kveða með laginu Bréfið sem hefur ómað af og til í útvarpinu í sumar. Hjálmar leika reggí og státa af söngvara sem skipar sér í hóp þeirra bestu með þessari plötu, Hljóðlega af stað. Platan er frá upphafi til enda mikið ævintýri og mega orð sín lítils til að lýsa innihaldi hennar. Lagið Jamm og jú er stutt kynningarlag en við tekur Borgin sem hefur plötuna til hærra flugs. Tilfinningaþrunginn söngur Þorsteins Einarssonar er slíkur að undirritaður klökknaði við fyrstu hlustun. Ekki skemmir fyrir að Þorsteinn er lunkinn textasmiður og fjallar mikið um fyrirheitna landið í sköpun sinni. Sannfæringin er sterk í söngnum og er ég ekki frá því að kappinn hafi fengið að gægjast inn í landið eftirsótta miðað við þá innlifun og kraft sem drýpur af frammistöðu hans. Söngstíll hans inniheldur sterk áhrif úr sálar- og blústónlist, sem hentar reggíinu vel. Hljóðlega af stað er þó ekki alvaran ein sem heyrist best í Kindin Einar. Þar syngur orgelleikari hljómsveitarinnar, Sigurður Guðmundsson, á spaugilegan hátt um fyrrnefnda kind sem verður fyrir barðinu á rútu. Það brýtur plötuna skemmtilega upp. Gripurinn er í raun óaðfinnanlegur og ber þess greinilega merki að liðsmenn Hjálma hafi unun af því sem í gangi er. Þá er óhjákvæmilegt að hrósa hljómsveitinni fyrir töluverða fjölbreytni í sköpuninni og sterkur karakter einkennir hvert lag, sem gerir plötuna enn betri. Lög eins og Bréfið, frumsamið lag Þorsteins við ljóð Einars Georgs Einarssonar, Lindin og Borgin, eru í sérstöku uppáhaldi af annars mjög heilsteyptri frumraun frá Hjálmum. Ég fulllyrði að Hljóðlega af stað verði ein besta plata þessa árs þegar upp er staðið og hvet ég lesendur til að fylgja Hjálmum um hvert fótmál. Fullt hús stiga. Smári Jósepsson Hjálmar - Hljóðlega af stað Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Hljómsveitin Hjálmar lét fyrst að sér kveða með laginu Bréfið sem hefur ómað af og til í útvarpinu í sumar. Hjálmar leika reggí og státa af söngvara sem skipar sér í hóp þeirra bestu með þessari plötu, Hljóðlega af stað. Platan er frá upphafi til enda mikið ævintýri og mega orð sín lítils til að lýsa innihaldi hennar. Lagið Jamm og jú er stutt kynningarlag en við tekur Borgin sem hefur plötuna til hærra flugs. Tilfinningaþrunginn söngur Þorsteins Einarssonar er slíkur að undirritaður klökknaði við fyrstu hlustun. Ekki skemmir fyrir að Þorsteinn er lunkinn textasmiður og fjallar mikið um fyrirheitna landið í sköpun sinni. Sannfæringin er sterk í söngnum og er ég ekki frá því að kappinn hafi fengið að gægjast inn í landið eftirsótta miðað við þá innlifun og kraft sem drýpur af frammistöðu hans. Söngstíll hans inniheldur sterk áhrif úr sálar- og blústónlist, sem hentar reggíinu vel. Hljóðlega af stað er þó ekki alvaran ein sem heyrist best í Kindin Einar. Þar syngur orgelleikari hljómsveitarinnar, Sigurður Guðmundsson, á spaugilegan hátt um fyrrnefnda kind sem verður fyrir barðinu á rútu. Það brýtur plötuna skemmtilega upp. Gripurinn er í raun óaðfinnanlegur og ber þess greinilega merki að liðsmenn Hjálma hafi unun af því sem í gangi er. Þá er óhjákvæmilegt að hrósa hljómsveitinni fyrir töluverða fjölbreytni í sköpuninni og sterkur karakter einkennir hvert lag, sem gerir plötuna enn betri. Lög eins og Bréfið, frumsamið lag Þorsteins við ljóð Einars Georgs Einarssonar, Lindin og Borgin, eru í sérstöku uppáhaldi af annars mjög heilsteyptri frumraun frá Hjálmum. Ég fulllyrði að Hljóðlega af stað verði ein besta plata þessa árs þegar upp er staðið og hvet ég lesendur til að fylgja Hjálmum um hvert fótmál. Fullt hús stiga. Smári Jósepsson Hjálmar - Hljóðlega af stað
Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira