Klámhögg 8. september 2004 00:01 Leikstjórinn Larry Clark gekk fram af mörgum siðapostulanum með mynd sinni Kids árið 1995. Þar fjallaði hann um tilvistarkreppu amerískra unglinga þar sem kynlíf og eyðnismit komu mikið við sögu. Hann er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nærmynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða. Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílubrögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduaðstæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarflar aldrei að manni að hér sé verið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkjunum. Þá er vandséð að opinská kynlífsatriðin í myndini þjóni öðrum tilgangi en að ganga fram af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir kláminu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undirstrika eitthvað í dramatískum tilgangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og ofbeldi í myndum Baise-Moi og Irreversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg. Ken Park Leikstjórar: Larry Clark, Edward Lachman Aðalhlutverk: Tiffany Limos, James Ransone, James Bullard Þórarinn Þórarinsson Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Larry Clark gekk fram af mörgum siðapostulanum með mynd sinni Kids árið 1995. Þar fjallaði hann um tilvistarkreppu amerískra unglinga þar sem kynlíf og eyðnismit komu mikið við sögu. Hann er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nærmynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða. Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílubrögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduaðstæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarflar aldrei að manni að hér sé verið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkjunum. Þá er vandséð að opinská kynlífsatriðin í myndini þjóni öðrum tilgangi en að ganga fram af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir kláminu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undirstrika eitthvað í dramatískum tilgangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og ofbeldi í myndum Baise-Moi og Irreversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg. Ken Park Leikstjórar: Larry Clark, Edward Lachman Aðalhlutverk: Tiffany Limos, James Ransone, James Bullard Þórarinn Þórarinsson
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira