Kynjabundnir styrkir til náms 19. september 2004 00:01 Geta karlmenn ekki hjúkrað? Geta konur ekki lagt símalínur? Sumar starfstéttir eru mjög kynbundnar án þess að til þess liggi nokkuð annað en hefðbundnar ástæður. Félagsþjónustan í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur veittu nú nýlega námsstyrki til háskólanáms. Félagsþjónustan veitti tvo styrki til náms í félagsráðgjöf en Orkuveitan styrkti fjóra efnilega nemendur í iðnnám og verkfræði. Það sem helsta athygli vekur við þessar styrkveitingar er að styrkurinn til félagsráðgjafanáms er eingöngu veittur karlmönnum en Orkuveitan styrkir eingöngu konur. "Upphafið að hvorutveggja í er jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem miðað var að því að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum á vegum borgarinnar," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, sem situr jafnframt í úthlutunarnefnd Orkuveitunnar fyrir þessa styrki. "Árið 1997 setti Vatnsveitan í Reykjavík sér það markmið að vinna gegn kynjaskiptingu þar innanhúss. Þar voru kynjahlutföllin afar ójöfn og ekki útlit fyrir að þau breyttust á næstunni þar sem flestir starfsmenn sem ráðnir voru höfðu verkfræði- eða iðngreinapróf og afar fáar konur útskrifuðust úr þessum greinum. Því var gripið til þess ráðs að bjóða þessa styrki og hafa þeir mælst vel fyrir. Þessari hvatningaraðferð til að hreyfa við náms- og starfsvali kvenna hélt Orkuveitan svo áfram eftir að Vatnsveitan sameinaðist henni. Í fyrra var bætt við styrkjaflokki til kvenna sem eru að læra ýmsar iðngreinar. Markmiðið með slíkum styrkjum er að hvetja bæði stráka og stelpur til að velja óhefðbundið og vera bandamenn þeirra sem eru að ryðja brautina með sýnilegum og virkum hætti í staðinn fyrir að segja bara að það séu ekki til karlar eða konur til að gegna þessum störfum og láta þar við sitja," segir Hildur. Hallur Páll Jónsson, starfsmannastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík, segir nauðsynlegt að hvetja karlmenn til að nema félagsráðgjöf. " 88% þeirra 1.200 starfsmanna sem hjá okkur starfa eru konur. Við ákváðum að byrja að leiðrétta þennan mun í ráðgjafastörfunum því stundum vilja skjólstæðingar okkar frekar skipta við annað kynið en hitt. Svo er oft betra ef bæði kynin geta haft afskipti af erfiðum málum sem koma til kasta félagsráðgjafa." segir hann. Styrkurinn hefur verið veittur undanfarin fjögur ár til að hvetja karla til að fara í nám í félagsráðgjöf í HÍ. Hann er hluti af starfsmanna- og jafnréttisstefnu Félagsþjónustunnar og markmiðið er að fá fleiri karlmenn til ráðgjafastarfa. Styrkþegar skuldbinda sig til að starfa hjá Félagsþjónustunni í að minnsta kosti eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Styrkur þessi er kenndur við Þóri Kr. Þórisson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. "Þessi styrkveiting eflir Félagsþjónustuna mjög, bæði inn á við þar sem hann stuðlar að jafnara kynjahlutfalli starfsmanna og líka út á við til að bæta þjónustuna," segir Hallur og vonast eftir fleiri karlmönnum til að veita félagslega ráðgjöf. Atvinna Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Geta karlmenn ekki hjúkrað? Geta konur ekki lagt símalínur? Sumar starfstéttir eru mjög kynbundnar án þess að til þess liggi nokkuð annað en hefðbundnar ástæður. Félagsþjónustan í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur veittu nú nýlega námsstyrki til háskólanáms. Félagsþjónustan veitti tvo styrki til náms í félagsráðgjöf en Orkuveitan styrkti fjóra efnilega nemendur í iðnnám og verkfræði. Það sem helsta athygli vekur við þessar styrkveitingar er að styrkurinn til félagsráðgjafanáms er eingöngu veittur karlmönnum en Orkuveitan styrkir eingöngu konur. "Upphafið að hvorutveggja í er jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem miðað var að því að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum á vegum borgarinnar," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, sem situr jafnframt í úthlutunarnefnd Orkuveitunnar fyrir þessa styrki. "Árið 1997 setti Vatnsveitan í Reykjavík sér það markmið að vinna gegn kynjaskiptingu þar innanhúss. Þar voru kynjahlutföllin afar ójöfn og ekki útlit fyrir að þau breyttust á næstunni þar sem flestir starfsmenn sem ráðnir voru höfðu verkfræði- eða iðngreinapróf og afar fáar konur útskrifuðust úr þessum greinum. Því var gripið til þess ráðs að bjóða þessa styrki og hafa þeir mælst vel fyrir. Þessari hvatningaraðferð til að hreyfa við náms- og starfsvali kvenna hélt Orkuveitan svo áfram eftir að Vatnsveitan sameinaðist henni. Í fyrra var bætt við styrkjaflokki til kvenna sem eru að læra ýmsar iðngreinar. Markmiðið með slíkum styrkjum er að hvetja bæði stráka og stelpur til að velja óhefðbundið og vera bandamenn þeirra sem eru að ryðja brautina með sýnilegum og virkum hætti í staðinn fyrir að segja bara að það séu ekki til karlar eða konur til að gegna þessum störfum og láta þar við sitja," segir Hildur. Hallur Páll Jónsson, starfsmannastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík, segir nauðsynlegt að hvetja karlmenn til að nema félagsráðgjöf. " 88% þeirra 1.200 starfsmanna sem hjá okkur starfa eru konur. Við ákváðum að byrja að leiðrétta þennan mun í ráðgjafastörfunum því stundum vilja skjólstæðingar okkar frekar skipta við annað kynið en hitt. Svo er oft betra ef bæði kynin geta haft afskipti af erfiðum málum sem koma til kasta félagsráðgjafa." segir hann. Styrkurinn hefur verið veittur undanfarin fjögur ár til að hvetja karla til að fara í nám í félagsráðgjöf í HÍ. Hann er hluti af starfsmanna- og jafnréttisstefnu Félagsþjónustunnar og markmiðið er að fá fleiri karlmenn til ráðgjafastarfa. Styrkþegar skuldbinda sig til að starfa hjá Félagsþjónustunni í að minnsta kosti eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Styrkur þessi er kenndur við Þóri Kr. Þórisson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. "Þessi styrkveiting eflir Félagsþjónustuna mjög, bæði inn á við þar sem hann stuðlar að jafnara kynjahlutfalli starfsmanna og líka út á við til að bæta þjónustuna," segir Hallur og vonast eftir fleiri karlmönnum til að veita félagslega ráðgjöf.
Atvinna Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira