Með fornbíladellu í blóðinu 19. september 2004 00:01 "Ég hef haft áhuga á fornbílum síðan ég man eftir mér. Ég ólst eiginlega upp í bílskúrnum hjá pabba sem var mikill bílaáhugamaður. Hann átti t.d. Citroën 1930 og Lanchester 1947 módelið. Þetta er því í blóðinu og af fjórum bræðrum erum við þrír með delluna," segir Árni Þorsteinsson fornbílaeigandi. Margir gætu haldið að það væri erfitt að fá varahluti í bíla sem var hætt að framleiða fyrir áratugum síðan. Sú er þó ekki raunin. "Við förum til dæmis nokkrir saman til Pennsylvaníu á hverju ári, á stærstu fornbílasýningu heims. Þar er hægt að kaupa bíla og varahluti, svo er líka hægt að panta úr vörulistum og á netinu. Í dag er aftur farið að framleiða varahluti í flesta þessara bíla svo að það er mjög auðvelt að fá það sem vantar," segir Árni. Kona Árna, Guðný Sigurðardóttir, hefur sama áhugamál. "Það er mjög gott að eiga konu sem skilur áhugamálið og tekur þátt í því. Hún klæðir til dæmis bílana að innan, saumar yfir sæti og hurðarspjöld. Hún tekur líka þátt í öllum ferðum." Þau hjónin eiga samtals fjóra bíla: Chevrolet Styleliner 52, Chevrolet Fleetmaster 48, Rambler Classic 65 og loks óuppgerðan Chevrolet 53. Árni og Guðný eru í Fornbílaklúbbi Íslands ásamt tæplega 600 öðrum meðlimum en konur eru að verða meira áberandi í klúbbnum en áður, bæði með mönnum sínum og líka sem bílaeigendur. "Klúbburinn kemur saman vikulega yfir vetrarmánuðina. Á sumrin eru svo mynda- og rabbkvöld auk margra ferða. Í sumar fórum við í 13 ferðir." En er ekki horft mikið á hann þegar hann ekur um götur bæjarins í nýbónuðum hálfrar aldar gömlum bíl? "Jú jú, fyrst fór maður hjá sér, en ég er eiginlega hættur að taka eftir því," segir Árni. "Það er gaman að sýna bílinn í kyrrstöðu en ekki eins gott þegar maður hægir á umferðinni af því að aðrir ökumenn eru svo uppteknir við að horfa á hann," segir Árni að lokum. Bílar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
"Ég hef haft áhuga á fornbílum síðan ég man eftir mér. Ég ólst eiginlega upp í bílskúrnum hjá pabba sem var mikill bílaáhugamaður. Hann átti t.d. Citroën 1930 og Lanchester 1947 módelið. Þetta er því í blóðinu og af fjórum bræðrum erum við þrír með delluna," segir Árni Þorsteinsson fornbílaeigandi. Margir gætu haldið að það væri erfitt að fá varahluti í bíla sem var hætt að framleiða fyrir áratugum síðan. Sú er þó ekki raunin. "Við förum til dæmis nokkrir saman til Pennsylvaníu á hverju ári, á stærstu fornbílasýningu heims. Þar er hægt að kaupa bíla og varahluti, svo er líka hægt að panta úr vörulistum og á netinu. Í dag er aftur farið að framleiða varahluti í flesta þessara bíla svo að það er mjög auðvelt að fá það sem vantar," segir Árni. Kona Árna, Guðný Sigurðardóttir, hefur sama áhugamál. "Það er mjög gott að eiga konu sem skilur áhugamálið og tekur þátt í því. Hún klæðir til dæmis bílana að innan, saumar yfir sæti og hurðarspjöld. Hún tekur líka þátt í öllum ferðum." Þau hjónin eiga samtals fjóra bíla: Chevrolet Styleliner 52, Chevrolet Fleetmaster 48, Rambler Classic 65 og loks óuppgerðan Chevrolet 53. Árni og Guðný eru í Fornbílaklúbbi Íslands ásamt tæplega 600 öðrum meðlimum en konur eru að verða meira áberandi í klúbbnum en áður, bæði með mönnum sínum og líka sem bílaeigendur. "Klúbburinn kemur saman vikulega yfir vetrarmánuðina. Á sumrin eru svo mynda- og rabbkvöld auk margra ferða. Í sumar fórum við í 13 ferðir." En er ekki horft mikið á hann þegar hann ekur um götur bæjarins í nýbónuðum hálfrar aldar gömlum bíl? "Jú jú, fyrst fór maður hjá sér, en ég er eiginlega hættur að taka eftir því," segir Árni. "Það er gaman að sýna bílinn í kyrrstöðu en ekki eins gott þegar maður hægir á umferðinni af því að aðrir ökumenn eru svo uppteknir við að horfa á hann," segir Árni að lokum.
Bílar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira