Kærir mbl.is fyrir samkeppnisbrot 21. september 2004 00:01 Frétt ehf. sem á og rekur vefsetrið visir.is hefur sent Samkeppnisstofnun formlegt erindi vegna meintra brota Morgunblaðsins á samkeppnislögum. Frétt ehf. telur að fullyrðingar í auglýsingum sem birst hafa í Morgunblaðinu vegna vefseturs blaðsins, brjóti í bága við 21. grein samkeppnislaga. Í kvörtun Fréttar ehf. til Samkeppnisstofnunar segir m.a.; "Í Morgunblaðinu 20. sept. síðastliðinn birtist auglýsing frá vefsetrinu mbl.is þar sem fullyrt er að smáauglýsingavefur mbl.is "sé sá stærsti sinnar tegundar". Einnig eru auglýsingar á ýmsum vefsetrum eins og mbl.is, folk.is, barnaland.is, hugi.is og sjálfsagt víðar, þar sem fullyrt er að mbl.is sé "stærsti smáauglýsingavefurinn"". Frétt ehf telur þetta brjóta í bága við 21. grein samkeppnislaga þar sem þessi fullyrðing sé einfaldlega röng. Vísar Frétt ehf. í tölur um fjölda smáauglýsinga á hvorum vef, máli sínu til stuðnings. "Þar með er augljóst að fullyrðingar um að mbl.is sé stærsti smáauglýsingavefurinn eru villandi og beinlínis rangar. Slíkar fullyrðingar eru þá til þess ætlaðar að villa um fyrir fólki. Allt þetta brýtur í bága við samkeppnislög," segir í erindi Fréttar til Samkeppnisstofnunar. "Staðreyndin er einfaldlega sú að visir.is er að jafnaði, ef ekki alltaf, með mun fleiri smáauglýsingar en mbl.is og á því tilkall til þess að vera nefndur sem stærsti smáauglýsingavefur landsins. Þar með er ljóst að fullyrðing mbl.is er beinlínis röng og því er okkur nauðugur einn kostur að kæra mbl.is til samkeppnisyfirvalda," segir Þorsteinn Eyfjörð, hjá Vísi. Frétt ehf. fer fram á að Samkeppnsistofnun krefjist þess að Morgunblaðið hætti að birta þessar auglýsingar þegar í stað. "Frá okkar bæjardyrum séð þolir þetta mál enga bið," segir Þorsteinn Eyfjörð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Frétt ehf. sem á og rekur vefsetrið visir.is hefur sent Samkeppnisstofnun formlegt erindi vegna meintra brota Morgunblaðsins á samkeppnislögum. Frétt ehf. telur að fullyrðingar í auglýsingum sem birst hafa í Morgunblaðinu vegna vefseturs blaðsins, brjóti í bága við 21. grein samkeppnislaga. Í kvörtun Fréttar ehf. til Samkeppnisstofnunar segir m.a.; "Í Morgunblaðinu 20. sept. síðastliðinn birtist auglýsing frá vefsetrinu mbl.is þar sem fullyrt er að smáauglýsingavefur mbl.is "sé sá stærsti sinnar tegundar". Einnig eru auglýsingar á ýmsum vefsetrum eins og mbl.is, folk.is, barnaland.is, hugi.is og sjálfsagt víðar, þar sem fullyrt er að mbl.is sé "stærsti smáauglýsingavefurinn"". Frétt ehf telur þetta brjóta í bága við 21. grein samkeppnislaga þar sem þessi fullyrðing sé einfaldlega röng. Vísar Frétt ehf. í tölur um fjölda smáauglýsinga á hvorum vef, máli sínu til stuðnings. "Þar með er augljóst að fullyrðingar um að mbl.is sé stærsti smáauglýsingavefurinn eru villandi og beinlínis rangar. Slíkar fullyrðingar eru þá til þess ætlaðar að villa um fyrir fólki. Allt þetta brýtur í bága við samkeppnislög," segir í erindi Fréttar til Samkeppnisstofnunar. "Staðreyndin er einfaldlega sú að visir.is er að jafnaði, ef ekki alltaf, með mun fleiri smáauglýsingar en mbl.is og á því tilkall til þess að vera nefndur sem stærsti smáauglýsingavefur landsins. Þar með er ljóst að fullyrðing mbl.is er beinlínis röng og því er okkur nauðugur einn kostur að kæra mbl.is til samkeppnisyfirvalda," segir Þorsteinn Eyfjörð, hjá Vísi. Frétt ehf. fer fram á að Samkeppnsistofnun krefjist þess að Morgunblaðið hætti að birta þessar auglýsingar þegar í stað. "Frá okkar bæjardyrum séð þolir þetta mál enga bið," segir Þorsteinn Eyfjörð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira