Skipti um starfsvettvang 11. október 2004 00:01 Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu. Hann segist ekki geta gefið yfirlýsingu um að hann sé hættur að leika, en hann var á sínum tíma búinn að fá nóg. "Þetta var samspil margra þátta, meðal annars þess að þegar maður er að leika þá ræður maður svo lítið lífi sínu og líðan. Maður speglar sig alltaf í því sem maður er að gera þá stundina og ef það er stórt og mikið hlutverk eða margar sýningar er líðanin æðisleg. Ef lítið er í gangi er allt ómögulegt." Ari leggur mest upp úr að vinna að einhverju sem vekur honum áhuga og með góðu fólki, en viðurkennir að þannig hafi það reyndar verið í leiklistinni. "Eitthvert besta fólk sem ég þekki er starfandi góðir leikarar, en það er jafnframt erfiðasta fólkið til að vinna með. Ef einhverjir eru hégómlegir og sjálfsuppteknir þá eru það leikarar. Öll velgengni er manni sjálfum að þakka en þegar illa gengur er það búningurinn, lýsingin, leikmyndin, höfundurinn.... Kannski er maður á undan sinni samtíð, eða eftir, hver veit, það er aldrei maður sjálfur, það er alveg klárt." Ara líkar mjög vel á nýjum starfsvettvangi og hann segir tekjumöguleika ekki hafa ráðið úrslitum. "Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur maður, það yrði þá bara bónus. Peningar fá mig ekki til að tikka. Frumskilyrðið er þó að hafa í sig og á og þurfa ekki að hafa sífelldar áhyggjur. Fólk heldur oft að starfið mitt felist í sölumennsku en það er ekki rétt. Markaðsstarf felst í að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina þarfir viðskiptavinanna og finna leiðir til að fullnægja þeim á skilvirkari og hagkvæmari hátt en keppinautarnir gera." Ari segist stundum sakna leikhússins, en hann sér ekki eftir neinu. "Ef ég hefði ekki lent í ruglinu í menntaskóla, sem fólst í slæmum félagsskap leiklistaráhugafólks, hefði ég örugglega orðið læknir. En ég er fullkomlega sáttur." Atvinna Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu. Hann segist ekki geta gefið yfirlýsingu um að hann sé hættur að leika, en hann var á sínum tíma búinn að fá nóg. "Þetta var samspil margra þátta, meðal annars þess að þegar maður er að leika þá ræður maður svo lítið lífi sínu og líðan. Maður speglar sig alltaf í því sem maður er að gera þá stundina og ef það er stórt og mikið hlutverk eða margar sýningar er líðanin æðisleg. Ef lítið er í gangi er allt ómögulegt." Ari leggur mest upp úr að vinna að einhverju sem vekur honum áhuga og með góðu fólki, en viðurkennir að þannig hafi það reyndar verið í leiklistinni. "Eitthvert besta fólk sem ég þekki er starfandi góðir leikarar, en það er jafnframt erfiðasta fólkið til að vinna með. Ef einhverjir eru hégómlegir og sjálfsuppteknir þá eru það leikarar. Öll velgengni er manni sjálfum að þakka en þegar illa gengur er það búningurinn, lýsingin, leikmyndin, höfundurinn.... Kannski er maður á undan sinni samtíð, eða eftir, hver veit, það er aldrei maður sjálfur, það er alveg klárt." Ara líkar mjög vel á nýjum starfsvettvangi og hann segir tekjumöguleika ekki hafa ráðið úrslitum. "Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur maður, það yrði þá bara bónus. Peningar fá mig ekki til að tikka. Frumskilyrðið er þó að hafa í sig og á og þurfa ekki að hafa sífelldar áhyggjur. Fólk heldur oft að starfið mitt felist í sölumennsku en það er ekki rétt. Markaðsstarf felst í að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina þarfir viðskiptavinanna og finna leiðir til að fullnægja þeim á skilvirkari og hagkvæmari hátt en keppinautarnir gera." Ari segist stundum sakna leikhússins, en hann sér ekki eftir neinu. "Ef ég hefði ekki lent í ruglinu í menntaskóla, sem fólst í slæmum félagsskap leiklistaráhugafólks, hefði ég örugglega orðið læknir. En ég er fullkomlega sáttur."
Atvinna Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira