Á Lækjartorgi í rigningu 12. október 2004 00:01 Gekk í rigningunni yfir Lækjartorg áðan. Ráðherrabílar stóðu í röðum fyrir utan Stjórnarráðið, það var greinilega ríkisstjórnarfundur. Ég taldi ellefu bifreiðar, allar svartar, mestanpart jeppa. Bílarnir voru allir í gangi þó ráðherrarnir væru inni á fundi. Það þykir ekki sérlega umhverfisvænt á þessum síðustu tímum. En það er auðvitað gott að koma inn í hlýjan bíl í rigningunni. Hitti af tilviljun fréttamann, góðan kunningja minn, sem reyndist hafa mikinn áhuga á þessu. Hann sagði að hann hefði tvisvar gert frétt um þetta, en það hefði ekki haft nein áhrif. Einu sinni gerði hann meira segja frétt um að fyrrverandi umhverfisráðherra færi á jeppa frá ráðuneyti sínu í Vonarstræti yfir í Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu - um hundrað metra leið. Ráðuneytin eru flest niðri í bæ, líka Alþingi, Stjórnarráðið og Ráðherrabústaðurinn - mestallur vettvangur stjórnmálanna. Við miðbæjarfólkið sjáum þó sjaldnast ráðherra á gangi í bænum. Þeir veifa stundum til manns bak við skyggðar jepparúður. Helst að Davíð Oddssyni sjáist bregða fyrir á göngu. Hann kemur meira að segja annað veifið á Gráa köttinn. Björn Bjarnason og Jón Kristjánsson má líka stundum sjá gangandi. Það er til mikils að vinna að hafa opinbera bifreið og bílstjóra. Ég man til dæmis ekki eftir því að hér hafi nokkurn tíma verið ráðherra á reiðhjóli. Jón Baldvin sagðist vera að íhuga að aka um á Citroën-bragga - því var slegið upp í öllum fjölmiðlum - en svo hætti hann við og fékk sér límósínu í staðinn. Í Svíþjóð ríkir enn mikil aðdáun á forsætisráðherranum Per Albin Hanson, jafnaðarmanni sem fór í sporvagni í vinnuna. Hann andaðist meira að segja í sporvagni eitt kvöldið á leið heim frá vinnu. Ég var að lesa í nýútkominni bók um forsætisráðherra Íslands að Ólaf Jóhannesson hefði oft mátt finna í leið 5, Skerjafjörður-Laugarás. Hann fór meira að segja í strætó heim í mat. En hann var víst maður gamla tímans, eins og segir í bókinni. --- --- --- Ungur lögfræðingur, Grímur Sigurðsson, skrifar nokkuð ísmeygilega grein á vefinn Selluna og fjallar um frumvarp Péturs Blöndals þess efnis að leggja niður embætti forseta Íslands. Grímur mælir með því að stjórnarandstaðan samþykki frumvarp Péturs og komi þannig af stað mikilli keðjuverkun. Þetta gæti barasta verið nokkuð snjöll pólitísk flétta. Frumvarpið yrði samþykkt frá Alþingi - væntanlega myndu líka greiða atkvæði með því þingmenn eins og Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson. Þá yrði að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Þar yrði tekist á um forsetaembættið, en væntanlega líka - eða svo segir Grímur - önnur deilumál samtímans svo sem fjölmiðlafrumvarpið, framgöngu ráðamanna í því (þarmeðtalið forsetans), Íraksstríðið, embættisveitingar og fleira. Þjóðarviljinn myndi væntanlega koma skýrt í ljós. Svo þyrfti þing aftur að koma saman og samþykkja lögin upp á nýtt - eða bara sleppa því? --- --- --- Að forsetakosningunum í Bandaríkjunum - það eru ekki nema þrjár vikur þar til þær verða haldnar. Hér er ansi skemmtileg útgáfa af rafrænum kjörseðli í Flórída. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Gekk í rigningunni yfir Lækjartorg áðan. Ráðherrabílar stóðu í röðum fyrir utan Stjórnarráðið, það var greinilega ríkisstjórnarfundur. Ég taldi ellefu bifreiðar, allar svartar, mestanpart jeppa. Bílarnir voru allir í gangi þó ráðherrarnir væru inni á fundi. Það þykir ekki sérlega umhverfisvænt á þessum síðustu tímum. En það er auðvitað gott að koma inn í hlýjan bíl í rigningunni. Hitti af tilviljun fréttamann, góðan kunningja minn, sem reyndist hafa mikinn áhuga á þessu. Hann sagði að hann hefði tvisvar gert frétt um þetta, en það hefði ekki haft nein áhrif. Einu sinni gerði hann meira segja frétt um að fyrrverandi umhverfisráðherra færi á jeppa frá ráðuneyti sínu í Vonarstræti yfir í Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu - um hundrað metra leið. Ráðuneytin eru flest niðri í bæ, líka Alþingi, Stjórnarráðið og Ráðherrabústaðurinn - mestallur vettvangur stjórnmálanna. Við miðbæjarfólkið sjáum þó sjaldnast ráðherra á gangi í bænum. Þeir veifa stundum til manns bak við skyggðar jepparúður. Helst að Davíð Oddssyni sjáist bregða fyrir á göngu. Hann kemur meira að segja annað veifið á Gráa köttinn. Björn Bjarnason og Jón Kristjánsson má líka stundum sjá gangandi. Það er til mikils að vinna að hafa opinbera bifreið og bílstjóra. Ég man til dæmis ekki eftir því að hér hafi nokkurn tíma verið ráðherra á reiðhjóli. Jón Baldvin sagðist vera að íhuga að aka um á Citroën-bragga - því var slegið upp í öllum fjölmiðlum - en svo hætti hann við og fékk sér límósínu í staðinn. Í Svíþjóð ríkir enn mikil aðdáun á forsætisráðherranum Per Albin Hanson, jafnaðarmanni sem fór í sporvagni í vinnuna. Hann andaðist meira að segja í sporvagni eitt kvöldið á leið heim frá vinnu. Ég var að lesa í nýútkominni bók um forsætisráðherra Íslands að Ólaf Jóhannesson hefði oft mátt finna í leið 5, Skerjafjörður-Laugarás. Hann fór meira að segja í strætó heim í mat. En hann var víst maður gamla tímans, eins og segir í bókinni. --- --- --- Ungur lögfræðingur, Grímur Sigurðsson, skrifar nokkuð ísmeygilega grein á vefinn Selluna og fjallar um frumvarp Péturs Blöndals þess efnis að leggja niður embætti forseta Íslands. Grímur mælir með því að stjórnarandstaðan samþykki frumvarp Péturs og komi þannig af stað mikilli keðjuverkun. Þetta gæti barasta verið nokkuð snjöll pólitísk flétta. Frumvarpið yrði samþykkt frá Alþingi - væntanlega myndu líka greiða atkvæði með því þingmenn eins og Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson. Þá yrði að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Þar yrði tekist á um forsetaembættið, en væntanlega líka - eða svo segir Grímur - önnur deilumál samtímans svo sem fjölmiðlafrumvarpið, framgöngu ráðamanna í því (þarmeðtalið forsetans), Íraksstríðið, embættisveitingar og fleira. Þjóðarviljinn myndi væntanlega koma skýrt í ljós. Svo þyrfti þing aftur að koma saman og samþykkja lögin upp á nýtt - eða bara sleppa því? --- --- --- Að forsetakosningunum í Bandaríkjunum - það eru ekki nema þrjár vikur þar til þær verða haldnar. Hér er ansi skemmtileg útgáfa af rafrænum kjörseðli í Flórída.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun