Hamingjusamastir og ríkastir 12. október 2004 00:01 Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun
Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph.