Bjarni styrkti stöðu sína 13. október 2004 00:01 Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. Umtalsverðar breytingar verða í bankaráði Íslandsbanka eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir fimm milljarða. Eftir söluna á sjóðurinn 2,77 prósent í bankanum. Kaupendur hlutarins eru Straumur, stærsti hluthafinn í bankanum sem keypti tveggja prósenta hlut, og fjögur fjárfestingarfélög sem öll áttu hluti fyrir í bankanum og keyptu hvert um hálft prósent. Eignarhlutur Straums eftir söluna í gær er um sextán prósent en félögin fjögur eiga um þrjátíu prósent. Með kaupunum í gær hafa orðið kaflaskipti í átökunum um Íslandsbanka. Sú fylking sem stutt hefur Bjarna Ármansson, forstjóra bankans, hefur aftur náð undirtökunum en þar fara fremstir í flokki Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, Karl Wernersson og Jón Snorrason. Víglundur Þorsteinsson hefur verið bankaráðsmaður Lífeyrissjóðsins en hann hverfur nú úr bankaráðinu á næsta hluthafafundi líkt og einhverjir fleiri. Hann hefur verið talsmaður þess að Íslandsbanki stækki og talið skynsamlegasta kostinn að sameinast Straumi. Straumur á fyrir tveimur stjórnarmönnum en líklegt er að Helgi Magnússon verði annar þeirra. Átökin snúast að mati flestra um hvort sameina eigi Straum og Íslandsbanka. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði telja ekki ólíklegt að fleiri breytingar verði fyrir næsta hluthafafund sem er að líkindum eftir fjórar vikur, átökin haldi því áfram og menn gætu setið uppi með gerbreytta mynd. Heimildarmenn innan Íslandsbanka segja hins vegar að Straumur hafi spennt bogann til fulls með því að binda um tuttugu milljarða í bankanum. Kaupin í gær hafi verið táknræn fyrir einingu framundan og nú semji menn um framhaldið. Frekari breytinga sé ekki að vænta. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. Umtalsverðar breytingar verða í bankaráði Íslandsbanka eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir fimm milljarða. Eftir söluna á sjóðurinn 2,77 prósent í bankanum. Kaupendur hlutarins eru Straumur, stærsti hluthafinn í bankanum sem keypti tveggja prósenta hlut, og fjögur fjárfestingarfélög sem öll áttu hluti fyrir í bankanum og keyptu hvert um hálft prósent. Eignarhlutur Straums eftir söluna í gær er um sextán prósent en félögin fjögur eiga um þrjátíu prósent. Með kaupunum í gær hafa orðið kaflaskipti í átökunum um Íslandsbanka. Sú fylking sem stutt hefur Bjarna Ármansson, forstjóra bankans, hefur aftur náð undirtökunum en þar fara fremstir í flokki Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, Karl Wernersson og Jón Snorrason. Víglundur Þorsteinsson hefur verið bankaráðsmaður Lífeyrissjóðsins en hann hverfur nú úr bankaráðinu á næsta hluthafafundi líkt og einhverjir fleiri. Hann hefur verið talsmaður þess að Íslandsbanki stækki og talið skynsamlegasta kostinn að sameinast Straumi. Straumur á fyrir tveimur stjórnarmönnum en líklegt er að Helgi Magnússon verði annar þeirra. Átökin snúast að mati flestra um hvort sameina eigi Straum og Íslandsbanka. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði telja ekki ólíklegt að fleiri breytingar verði fyrir næsta hluthafafund sem er að líkindum eftir fjórar vikur, átökin haldi því áfram og menn gætu setið uppi með gerbreytta mynd. Heimildarmenn innan Íslandsbanka segja hins vegar að Straumur hafi spennt bogann til fulls með því að binda um tuttugu milljarða í bankanum. Kaupin í gær hafi verið táknræn fyrir einingu framundan og nú semji menn um framhaldið. Frekari breytinga sé ekki að vænta.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira