Vetur á framandi slóðum 21. október 2004 00:01 Hún Brynja Dögg Friðriksdóttir mannfræðingur er lögð af stað í heimsreisu og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með á síðum blaðsins. Héðan fór hún til Kaupmannahafnar og í dag er hún í einu lengsta flugi ferðarinnar, frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Þaðan er stefnan sett á Sydney í Ástralíu með viðkomu á Balí. Fram undan eru tæpir sjö spennandi mánuðir, þar af fimm í Ástralíu. Áður en hún lagði upp lýsti hún í stórum dráttum tildrögum ferðarinnar og áætlun. "Mig hefur lengi langað til Ástralíu og er búin að vera í tvö til þrjú ár að skoða möguleika á að komast þangað," sagði hún brosandi og sá nú loks drauminn vera að rætast með hjálp danskrar stúdentaferðaskrifstofu, Kilroy Travels. Kostnaðurinn var yfirstíganlegur því allt flug, forfallatrygging og gisting í Singapúr og á Balí kostaði 166 þúsund íslenskar. Frá Ástralíu liggur leiðin til Fídjieyja og síðan Los Angeles. Þaðan verður flogið til Köben og að lokum heim í íslenska vorið. Brynja Dögg er ekki ein á ferð, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, því vinkona hennar Guðrún Marta Jóhannsdóttir er með henni. Hins vegar er ekki ljóst hvort Guðrún Marta fer alla leið umhverfis jörðina að þessu sinni því nýtt og áhugavert starf gæti beðið hennar hér á landi í desember. Brynja Dögg kvaðst engar áhyggjur hafa af því þótt hún yrði ein á flakkinu. "Viljinn er það sterkur hjá mér að kvíðinn nær ekkert að yfirbuga hann - ekki enn að minnsta kosti," sagði hún hugrökk. Ferðalög Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hún Brynja Dögg Friðriksdóttir mannfræðingur er lögð af stað í heimsreisu og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með á síðum blaðsins. Héðan fór hún til Kaupmannahafnar og í dag er hún í einu lengsta flugi ferðarinnar, frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Þaðan er stefnan sett á Sydney í Ástralíu með viðkomu á Balí. Fram undan eru tæpir sjö spennandi mánuðir, þar af fimm í Ástralíu. Áður en hún lagði upp lýsti hún í stórum dráttum tildrögum ferðarinnar og áætlun. "Mig hefur lengi langað til Ástralíu og er búin að vera í tvö til þrjú ár að skoða möguleika á að komast þangað," sagði hún brosandi og sá nú loks drauminn vera að rætast með hjálp danskrar stúdentaferðaskrifstofu, Kilroy Travels. Kostnaðurinn var yfirstíganlegur því allt flug, forfallatrygging og gisting í Singapúr og á Balí kostaði 166 þúsund íslenskar. Frá Ástralíu liggur leiðin til Fídjieyja og síðan Los Angeles. Þaðan verður flogið til Köben og að lokum heim í íslenska vorið. Brynja Dögg er ekki ein á ferð, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, því vinkona hennar Guðrún Marta Jóhannsdóttir er með henni. Hins vegar er ekki ljóst hvort Guðrún Marta fer alla leið umhverfis jörðina að þessu sinni því nýtt og áhugavert starf gæti beðið hennar hér á landi í desember. Brynja Dögg kvaðst engar áhyggjur hafa af því þótt hún yrði ein á flakkinu. "Viljinn er það sterkur hjá mér að kvíðinn nær ekkert að yfirbuga hann - ekki enn að minnsta kosti," sagði hún hugrökk.
Ferðalög Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira