Flókinn heilaþvottur Egill Helgason skrifar 24. október 2004 00:01 Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira