Sjötíu milljarða lækkun 26. október 2004 00:01 Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann. Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira