Lummur 28. október 2004 00:01 Lummur eða klattar er bæði saðsamt og gott meðlæti með kaffi, mjólk eða kakói. Það kætir börnin í kaffitímanum og er líka sérlega fljótlegt að grípa til þegar gesti ber óvænt að garði. Lummur eru bakaðar úr fremur þykku degi og nauðsynlegt er að bera feiti undir á pönnuna því engin feiti er í deginu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hitann ekki of mikinn á plötunni. Í seinni tíð hafa lummur ekki verið í tísku og jafnvel þótt frekar "lummó" en ótrúlega margir sem fúlsa við lummum gína við amerískum pönnukökum sem eru þó í raun sami hluturinn. Lummur eða amerískar pönnukökur 5 dl hveiti 4 msk. sykur 4 tsk. lyfitduft 1 tsk. salt 6 msk. bragðlítil olía 5 dl súrmjólk/mjólk (best er að blanda um það bil til helminga) 2 egg (3 ef maður vill hafa meira við) Blandið þurrefnum í skál. Þeytið því sem fljótandi er í hrærivél eða með gaffli og blandið loks því þurra og blauta saman þar til það hefur jafnast vel. Hitið pönnu (gjarnan pönnukökupönnu -- en má vera hvaða panna sem er) og setjið á hana smjörklípu. Best er að hella deiginu á pönnuna með lítilli ausu til að ná lummunum öllum álíka stórum. Þegar yfirborð lummunnar er orðið þakið loftbólum er mál að snúa henni við. Ýmis tilbrigði má hafa við þessar lummur sem líka má kalla amerískar pönnukökur. Til dæmis má minnka sykurinn, nota hrásykur eða sleppa sykrinum alveg, blanda saman hvítu hveiti og heilhveiti. Þá má nota til dæmis ólífuolíu í stað olíu með hlutlausu bragði eða krydda með engifer eða kanil svo dæmi séu tekin. Loks má setja brytjaða ávexti eða ber í deigið. Grautarlummur 300 g grautur 100 g hveiti 1/2 tesk. natron 1 egg 2 dl mjólk 1 dl rúsínur kardemommur Nota má hvort sem er grjónagraut eða hafragraut og hann er hrærður þar til hann er jafn. Þá er þurrefninu blandað út í til skiptist við eggið og mjólkina. Rúsínurnar settar síðast. Lummurnar settar með skeið á olíuborna pönnu í smá klatta og bakaðar á báðum hliðum. Borðaðar með sykri eða sultu. Hvunndagsklattar 4 dl hveiti 2 dl sigtimjöl eða heilhveiti 1 tesk. kanill 1 tesk. natron 1/2 tesk. salt 2 egg 1 msk. hunang 2 msk. púðursykur 1 rifið epli 5 dl mjólk Allt hrært saman. Þurrefnin fyrst. Bakað á pönnukökupönnu eða annarri pönnu sem svolítil feiti er borin á fyrst. Bestir eru klattarnir heitir með hlynsýrópi eða sykri. Þeyttur rjómi er munaður með.Grauturinn gerir lummurnar mýkri en ella.Mynd/GVAHvunndagsklattarnir eru með léttu kanilbragði.Mynd/GVA Matur Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Sjá meira
Lummur eða klattar er bæði saðsamt og gott meðlæti með kaffi, mjólk eða kakói. Það kætir börnin í kaffitímanum og er líka sérlega fljótlegt að grípa til þegar gesti ber óvænt að garði. Lummur eru bakaðar úr fremur þykku degi og nauðsynlegt er að bera feiti undir á pönnuna því engin feiti er í deginu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hitann ekki of mikinn á plötunni. Í seinni tíð hafa lummur ekki verið í tísku og jafnvel þótt frekar "lummó" en ótrúlega margir sem fúlsa við lummum gína við amerískum pönnukökum sem eru þó í raun sami hluturinn. Lummur eða amerískar pönnukökur 5 dl hveiti 4 msk. sykur 4 tsk. lyfitduft 1 tsk. salt 6 msk. bragðlítil olía 5 dl súrmjólk/mjólk (best er að blanda um það bil til helminga) 2 egg (3 ef maður vill hafa meira við) Blandið þurrefnum í skál. Þeytið því sem fljótandi er í hrærivél eða með gaffli og blandið loks því þurra og blauta saman þar til það hefur jafnast vel. Hitið pönnu (gjarnan pönnukökupönnu -- en má vera hvaða panna sem er) og setjið á hana smjörklípu. Best er að hella deiginu á pönnuna með lítilli ausu til að ná lummunum öllum álíka stórum. Þegar yfirborð lummunnar er orðið þakið loftbólum er mál að snúa henni við. Ýmis tilbrigði má hafa við þessar lummur sem líka má kalla amerískar pönnukökur. Til dæmis má minnka sykurinn, nota hrásykur eða sleppa sykrinum alveg, blanda saman hvítu hveiti og heilhveiti. Þá má nota til dæmis ólífuolíu í stað olíu með hlutlausu bragði eða krydda með engifer eða kanil svo dæmi séu tekin. Loks má setja brytjaða ávexti eða ber í deigið. Grautarlummur 300 g grautur 100 g hveiti 1/2 tesk. natron 1 egg 2 dl mjólk 1 dl rúsínur kardemommur Nota má hvort sem er grjónagraut eða hafragraut og hann er hrærður þar til hann er jafn. Þá er þurrefninu blandað út í til skiptist við eggið og mjólkina. Rúsínurnar settar síðast. Lummurnar settar með skeið á olíuborna pönnu í smá klatta og bakaðar á báðum hliðum. Borðaðar með sykri eða sultu. Hvunndagsklattar 4 dl hveiti 2 dl sigtimjöl eða heilhveiti 1 tesk. kanill 1 tesk. natron 1/2 tesk. salt 2 egg 1 msk. hunang 2 msk. púðursykur 1 rifið epli 5 dl mjólk Allt hrært saman. Þurrefnin fyrst. Bakað á pönnukökupönnu eða annarri pönnu sem svolítil feiti er borin á fyrst. Bestir eru klattarnir heitir með hlynsýrópi eða sykri. Þeyttur rjómi er munaður með.Grauturinn gerir lummurnar mýkri en ella.Mynd/GVAHvunndagsklattarnir eru með léttu kanilbragði.Mynd/GVA
Matur Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Sjá meira