Menning

Dekkin borin saman

Tíminn er kominn hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erum farin að vakna aðeins fyrr á morgnana til að skafa af gluggunum á bílnum og miðstöðin er endalaust lengi að verma kalda kroppana. Fyrr en varir ágerist frostið og göturnar verða ísi lagðar. "Undanfarið hafa nagladekkin verið vinsælust hjá okkur. Þau hafa að minnsta kosti selst meira í ár en undanfarin haust," segir Guðni Gunnarsson hjá hjólbarðaverkstæðinu Bílkó í Kópavogi. "Það er aragrúi af dekkjum á markaðinum, mörg léleg og mörg mjög góð. Öryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Það hefur verið mikið í umræðunni um að nagladekkin fari illa með malbik og því ætti fólk ekki að keyra á þeim. Við hvetjum fólk til að velja þau dekk sem það vill og hafa öryggið í fyrirrúmi." Guðni vill brýna fyrir fólki að heilsársdekk eru ekki endilega þau sem þau sýnast. "Til eru ónegld vetrardekk sem margir á Íslandi kalla heilsársdekk. Þau eru lögleg allt árið en eru ekki mjög góð á sumrin þar sem gúmmíið í þeim þarf kælingu til að endast sem best. Síðan eru til heilsársdekk sem eru úr gúmmíblöndu sem endist líka á sumrin," segir Guðni. Guðni segir ekkert hægt að fullyrða um endingu dekkja. Hún sé afskaplega mismunandi. "Endingin á dekki fer eftir bílum, akstri og tegund dekks. Hágæðavara getur skemmst á nokkrum dögum og svo getur hún enst í nokkur ár," segir Guðni. Nagladekk Kostir Naglarnir grípa vel í hálku og eru besta vörnin í ísingu. Gallar Mikið heyrist í nagladekkjum.   Kornadekk Kostir Hljóðlát Gallar Þau eru sóluð sem sumum finnst galli. Ekki eins mikið grip og nagladekk.   Ónegld vetrardekk Kostir Hljóðlát Gallar Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ekki heilsársdekk -- þarf að umfelga og taka undan á sumrin.   Heilsársdekk Kostir Gúmmíblanda endist á sumrin. Oft ódýrari. Þarf ekki að skipta út á sumrin. Gallar Grípa ekki eins vel og ónegldu vetrardekkin.
Bílkó selur dekk frá stórum dekkjaframleiðendum sem eru með háan gæðastaðal.Mynd/E.Ól
Nú er um að gera að fara að velja sér dekk og verjast hálkunni sem leggst á vegina.Mynd/E.Ól





Fleiri fréttir

Sjá meira


×