Lífið

Zone-línan

Danir eru þekktir fyrir góða hönnun. Zone-vörurnar eru engin undantekning á þeirri reglu, einföld og formfögur hönnun á nytsamlegum hlutum. Í Húsgagnahöllinni var opnuð sérstök Zone-deild í gjafavöruversluninni í síðustu viku. Susanne Kristensen, einn hönnuða fyrirtækisins, var stödd á landinu af því tilefni en hún hafði umsjón með uppsetningu á vörunum í versluninni. "Það er til eitthvað fyrir alla í Zone-línunni," segir hún. "Og verðið er mjög sanngjarnt." Jórunn Skúladóttir verslunarstjóri tekur undir þetta. Hún segir Zone-vörurnar örugglega eftir að vekja lukku og vera góða viðbót við gjafavöruverslunina. Vörurnar eru að mestu leyti bað-, eldhús- eða gjafavörur. Hvíti liturinn er langmest áberandi, en rauður, grænn og brúnn eru meðal lita sem skjóta upp kollinum núna. Fréttablaðið fékk Susanne í lið með sér að velja fallegar vörur sem endurspegla fjölbreytnina.
Stór diskur 1.190 kr. Millistærð 240 kr. Minnsti diskurinn 140 kr. glasamottur 290 kr.
Melanínskálar 390-1790 kr.
Ávaxtaskál 4.980 kr.
Bolli sem heldur heitu 2.180 kr. mynsturskífa, seld í setti með 6 skífum 2.980 kr.
Brúsi undir sápu 1.980 kr. Tannkrem 1.490 kr. Diskur undir sápu 1.490 kr.
Klukka 4.980 kr.
Flugnaspaði 2.490 kr. Tímamælir 2.490 kr.
Glerskál 6.980 kr.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×