Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2024 20:05 Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Folaldasýningar eru alltaf vinsælar í sveitum landsins á þessum árstíma en ein slík var haldin undir Eyjajföllum nýlega þar sem dómarar mátu folöldin og gáfu þeim einkunn. Hestamenn eru sammála um að það sjáist oft strax á folöldunum hvort þau verði efnileg í framtíðinni eða ekki. Þetta var sextánda árið í röð, sem folaldasýning er haldin í Skálakoti. Sýningin fór þannig fram að folöldin komu með mæðrum sínum inn á sýningarsvæðið en mæðurnar voru svo teknar frá á meðan folöldin sýndu sig þegar þau voru rekin áfram og hlupu nokkra hringi fyrir dómarana. Kynnir var Guðmundur Viðarsson, bóndi og hóteleigandi í Skálakoti. „Þetta er mest til gamans og mannfagnaður en ég fæ valinkunna bændur hér í sveit til að raða folöldunum en þetta er mest til gamans gert,” segir Guðmundur. En sést strax á folöldunum hvort þau verði góð hross eða ekki? „Já, já, þú sérð hvort folaldið er fallegt frá byrjun eða ekki en auðvitað eiga þau eftir að teygjast og togast í allar áttir og sum hver fríkka og sum hver fríkka ekki,” bætir Guðmundur við. Guðmundur í Skálakoti, sem á stórt hrós skilið, ásamt fjölskyldu sinni að standa fyrir folaldasýningu á bænum í upphafi vetrar. Hér er hann með nafna sínum og barnabarni, Guðmundi Ársælssyni, sem býr á bænum Bakkakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dómararnir þrír höfðu nóg að gera við að dæma folöldin og gefa þeim einkunnir. „Við skoðum að folaldið sé svona þokkalega léttbyggt og ekki mjög fótlágt og svona fallegur yfirsvipur á því og svo er það nú yfirleitt alltaf hreyfingarnar sem vinna þetta,” segir Kristinn Guðnason, yfirdómari sýningarinnar. Dómararnir þrír á sýningunni, sem stóðu sig vel. Kristinn er lengst til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvort er nú skemmtilegra að fást við íslensku sauðkindina eða íslenska hestinn? „Þetta er best saman, já ætli að rollurnar yrðu ekki á undan hjá mér,” segir Kristinn hlæjandi. Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir folaldasýninguna var öllum boðið í vöfflukaffi og þar voru verðlaun dagsins veitt en hæst dæmda folald sýningarinnar var Hrafn frá Fornusöndum en eigandi þess, Finnbogi Geirsson tók á móti bikarnum. Snorri mætti með afa sínum, Vigni Siggeirssyni á sýninguna í Skálakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Þetta var sextánda árið í röð, sem folaldasýning er haldin í Skálakoti. Sýningin fór þannig fram að folöldin komu með mæðrum sínum inn á sýningarsvæðið en mæðurnar voru svo teknar frá á meðan folöldin sýndu sig þegar þau voru rekin áfram og hlupu nokkra hringi fyrir dómarana. Kynnir var Guðmundur Viðarsson, bóndi og hóteleigandi í Skálakoti. „Þetta er mest til gamans og mannfagnaður en ég fæ valinkunna bændur hér í sveit til að raða folöldunum en þetta er mest til gamans gert,” segir Guðmundur. En sést strax á folöldunum hvort þau verði góð hross eða ekki? „Já, já, þú sérð hvort folaldið er fallegt frá byrjun eða ekki en auðvitað eiga þau eftir að teygjast og togast í allar áttir og sum hver fríkka og sum hver fríkka ekki,” bætir Guðmundur við. Guðmundur í Skálakoti, sem á stórt hrós skilið, ásamt fjölskyldu sinni að standa fyrir folaldasýningu á bænum í upphafi vetrar. Hér er hann með nafna sínum og barnabarni, Guðmundi Ársælssyni, sem býr á bænum Bakkakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dómararnir þrír höfðu nóg að gera við að dæma folöldin og gefa þeim einkunnir. „Við skoðum að folaldið sé svona þokkalega léttbyggt og ekki mjög fótlágt og svona fallegur yfirsvipur á því og svo er það nú yfirleitt alltaf hreyfingarnar sem vinna þetta,” segir Kristinn Guðnason, yfirdómari sýningarinnar. Dómararnir þrír á sýningunni, sem stóðu sig vel. Kristinn er lengst til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvort er nú skemmtilegra að fást við íslensku sauðkindina eða íslenska hestinn? „Þetta er best saman, já ætli að rollurnar yrðu ekki á undan hjá mér,” segir Kristinn hlæjandi. Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir folaldasýninguna var öllum boðið í vöfflukaffi og þar voru verðlaun dagsins veitt en hæst dæmda folald sýningarinnar var Hrafn frá Fornusöndum en eigandi þess, Finnbogi Geirsson tók á móti bikarnum. Snorri mætti með afa sínum, Vigni Siggeirssyni á sýninguna í Skálakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira