Lífið

Taktu geymsluna í gegn

Geymslan og bílskúrinn er alltaf svolítið vandamál. Oft hendir maður hlutum sem maður vill ekki hafa inná heimilinu inní geymslu og finnst í lagi að hún sé eins og ruslahaugur. Það er ólíkt fallegra og aðgengilegra að hafa geymsluna fallega og vel skipulagða. Það er ekkert verra en að pirra sig á því að finna ekkert í geymslunni fyrir drasli. Í Rúmfatalagernum eru til ansi sniðug box sem henta mjög vel í skipulagningu geymslunnar. Að sögn starfsmanna verslunarinnar rjúka boxin út þar sem margir vilja koma skipulagi á geymsluna áður en jólastressið hefst. Margar stærðir eru til af boxunum og er hægt að fá þau með hjólum og án hjóla. Einnig er hægt að taka hjólin af boxunum og stafla þeim uppá hvort annað. Boxin eru á mismunandi verði eftir því hve stór þau eru en ódýrustu eru á 199 krónur og dýrustu á um 1.290 krónur. Nokkur ráð til að koma skipulagi á geymsluna: Taktu mynd af því sem þú lætur í kassa og límdu viðeigandi myndir á hvern kassa. Þannig mannstu alltaf hvað þú lést í hvaða kassa og þarft ekki að leita endalaust eftir hlutum. Gerðu lista yfir það sem þú setur í hvern kassa. Settu blaðið í plastmöppu og láttu það fylgja með kassanum eða límdu það utan á. Virkar alveg eins og ljósmyndirnar. Láttu það aftast í geymsluna það sem þú notar lítið sem ekkert. Hafðu það fremst sem notað er oft eins og skíði og hátíðarskraut. Reyndu að jafna þungan í kössunum. Ekki setja allt það þunga í einn og allt það létta í annan. Reyndu að hafa svipaða þyngd í öllum sem þú ræður við. Þannig er ekki of erfitt að kíkja inní geymslu og ná sér í einn kassa sem vantar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×