Lífið

Grunnskólinn á Núpi

Grunnskólinn á Núpi Grunnskólinn á Núpi í Dýrafirði var auglýstur til sölu á dögunum af Ríkiskaupum. Þröstur Johnsen í Vestmannaeyjum átti hæsta tilboð í húsið. Alls bárust sjö tilboð og var tilboð Þrastar að upphæð 8,85 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1975 og er skólahúsnæðið 316,6 fermetrar að stærð, auk íbúðar sem er 173,0 fermetrar að stærð. Kaupsamningar Heildarfjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu vikuna 29. október til og með 4. nóvember  2004 var 239. Þar af voru 197 samningar um eignir í fjölbýli, 28 samningar um sérbýli og 14 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 4.274 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,9 milljónir króna. Á sama tíma var 22 kaupsamningum þinglýst á Akureyri.  Þar af voru 16 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 272 milljónir króna og meðalupphæð á samning 12,4 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×