Nemendur í Hringsjá 9. nóvember 2004 00:01 Hringsjá er nafn á menntastofnun sem hljótt er um. Þó er hún ekki á hjara veraldar heldur í stórborginni sjálfri, nánar tiltekið í Hátúni 10d. Hringsjá er rekin sem sjálfstæð stofnun en undir merkjum Öryrkjabandalagsins og hlutverk hennar er að endurhæfa þá sem af einhverjum ástæðum hafa heltst úr lestinni af völdum slysa, sjúkdóma eða einhverrar fötlunar. Þar stunda nemendur yfir 18 ára aldri reglubundið þriggja anna nám og nemendafjöldi er um 45 en fer upp í 100 yfir árið þegar nemendur á sérstökum tölvunámskeiðum eru taldir með. "Þetta er stökkpallur hjá mörgum út í frekara nám eða starf og stór þáttur í að byggja upp sjálfstraust," segir Guðrún Hannesdóttir skólastjóri. Upphafið að starfseminni rekur hún til ársins 1983 þegar farið var af stað með tölvunámskeið enda tölvurnar þá að ryðja sér til rúms. "Þegar skólinn var settur á stofn árið 1987 höfðu margar námsgreinar bæst við," segir hún brosandi og bætir við að tölvukennslan sé þó enn vinsælasta námsefnið á staðnum og auk þess séu tölvurnar notaðar sem sjálfsögð verkfæri í öðrum greinum. Húsakynni Hringsjár eru hringlaga og því mæta manni mjúkar línur þegar inn er komið og mýktin endurspeglast í viðmóti fólksins. Greinilegt er að virðing og hlýja eru aðalsmerki þess. Nokkrir nemendur sitja við hringlaga borð á ganginum og læra undir félagsfræðitíma. Stærðfræði, íslenska, enska og tjáning eru líka á stundatöflunni. Einn þeirra segir ótrúlegt hversu langt þeim hafi miðað á stuttum tíma og hinir taka undir það. "Þegar við komum hingað fyrir ári vorum við hokin og hrædd. Nú höfum við rétt úr okkur og komist að því að við getum meira en við héldum. Það eru forréttindi að fá að vera hér. Ég vildi að námstímabilið væri þrjú ár en ekki þrjár annir." Áhöfnin á Hringsjá er 10-13 manna hópur. Þar er náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur auk kennara. Nemendurnir bera mikið lof á þetta fólk. "Það ætti að fá orður. Án gríns," segir einn. "Það er eins og englar sem hafa dottið af himnum ofan bara til að kenna okkur," segir annar og það verða lokaorðin frá Hringsjánni að þessu sinni. Nám Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hringsjá er nafn á menntastofnun sem hljótt er um. Þó er hún ekki á hjara veraldar heldur í stórborginni sjálfri, nánar tiltekið í Hátúni 10d. Hringsjá er rekin sem sjálfstæð stofnun en undir merkjum Öryrkjabandalagsins og hlutverk hennar er að endurhæfa þá sem af einhverjum ástæðum hafa heltst úr lestinni af völdum slysa, sjúkdóma eða einhverrar fötlunar. Þar stunda nemendur yfir 18 ára aldri reglubundið þriggja anna nám og nemendafjöldi er um 45 en fer upp í 100 yfir árið þegar nemendur á sérstökum tölvunámskeiðum eru taldir með. "Þetta er stökkpallur hjá mörgum út í frekara nám eða starf og stór þáttur í að byggja upp sjálfstraust," segir Guðrún Hannesdóttir skólastjóri. Upphafið að starfseminni rekur hún til ársins 1983 þegar farið var af stað með tölvunámskeið enda tölvurnar þá að ryðja sér til rúms. "Þegar skólinn var settur á stofn árið 1987 höfðu margar námsgreinar bæst við," segir hún brosandi og bætir við að tölvukennslan sé þó enn vinsælasta námsefnið á staðnum og auk þess séu tölvurnar notaðar sem sjálfsögð verkfæri í öðrum greinum. Húsakynni Hringsjár eru hringlaga og því mæta manni mjúkar línur þegar inn er komið og mýktin endurspeglast í viðmóti fólksins. Greinilegt er að virðing og hlýja eru aðalsmerki þess. Nokkrir nemendur sitja við hringlaga borð á ganginum og læra undir félagsfræðitíma. Stærðfræði, íslenska, enska og tjáning eru líka á stundatöflunni. Einn þeirra segir ótrúlegt hversu langt þeim hafi miðað á stuttum tíma og hinir taka undir það. "Þegar við komum hingað fyrir ári vorum við hokin og hrædd. Nú höfum við rétt úr okkur og komist að því að við getum meira en við héldum. Það eru forréttindi að fá að vera hér. Ég vildi að námstímabilið væri þrjú ár en ekki þrjár annir." Áhöfnin á Hringsjá er 10-13 manna hópur. Þar er náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur auk kennara. Nemendurnir bera mikið lof á þetta fólk. "Það ætti að fá orður. Án gríns," segir einn. "Það er eins og englar sem hafa dottið af himnum ofan bara til að kenna okkur," segir annar og það verða lokaorðin frá Hringsjánni að þessu sinni.
Nám Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira