Segir sjávarútveg vanmetinn 12. nóvember 2004 00:01 Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um. Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um.
Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira