Guðrún, Ólína, Dagur og Siggi 12. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur og hinn sögufrægi barnakennari Herdís Egilsdóttir. Einhverjir fleiri eiga sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp, en þess má geta að bæði Ólína og Guðrún Helgadóttir voru borgarfulltrúar í Reykjavík á sínum tíma. Það er nóg til að tala um í þættinum. Vitaskuld kreppuna í borgarstjórninni í Reykjavík og ráðningu Steinunnar Valdísar, olíumálin, forsögu þeirra og afleiðingar, lögin á kennaraverkfallið, beiðni Bobby Fischers um hæli á Íslandi, skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, tillögu um að skipta um þjóðsöng á Íslandi og væntanlega eitthvað fleira. *Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endurtekin undir miðnætti sama kvöld, en einnig má skoða hann hér á vefTívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur og hinn sögufrægi barnakennari Herdís Egilsdóttir. Einhverjir fleiri eiga sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp, en þess má geta að bæði Ólína og Guðrún Helgadóttir voru borgarfulltrúar í Reykjavík á sínum tíma. Það er nóg til að tala um í þættinum. Vitaskuld kreppuna í borgarstjórninni í Reykjavík og ráðningu Steinunnar Valdísar, olíumálin, forsögu þeirra og afleiðingar, lögin á kennaraverkfallið, beiðni Bobby Fischers um hæli á Íslandi, skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, tillögu um að skipta um þjóðsöng á Íslandi og væntanlega eitthvað fleira. *Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endurtekin undir miðnætti sama kvöld, en einnig má skoða hann hér á vefTívíinu.