EDDU verðlaunin, verðlaun Íslensku kvikmynda- og sónvarpsakademíunnar, verða afhent við hátíðlega athöfn á Nordica Hótel í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin verða afhent. Sýnt verður beint frá athöfninni, bæði hér á Vísi og í Sjónvarpinu.
Útsending hefst upp úr klukkan hálfátta.
Þá hefst líka símakosning um sjónvarpsmann ársins en valið stendur á milli fimm einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar í Netkosningu hér á Vísi og í skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi.
Edduverðlaunin eru nú veitt í sjötta sinn af ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Þau voru stofnuð árið 1999 í þeim tilgangi að kynna með jákvæðum hætti það starf sem unnið er innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans hér á landi og vera hvatning til þeirra sem í geiranum starfa að leggja sig fram til allra góðra verka.
Eddan afhent í sjötta sinn í kvöld
