Gaman að vinna með gler 15. nóvember 2004 00:01 Við Fálkagötu 30b í Reykjavík inní þröngu húsasundi er lítil, sæt vinnustofa og gallerý sem tilheyrir fyrirtækinu Íslensk list. Þar hefur Dröfn Guðmundsdóttir, myndhöggvari og eigandi fyrirtækisins aðstöðu. Húsið lætur ekki mikið yfir sér að utan en er vægast sagt eins og ævintýraland að innan. "Ég útskrifaðist árið 1993 úr Mynd- og handíðaskólanum sem myndhöggvari og byrjaði þá að vinna með gler. Síðan þá hef ég unnið nær eingöngu með gler enda einstaklega gaman að vinna með það," segir Dröfn. Dröfn stofnaði fyrirtækið árið 2000 og hefur bæði haldið stutt glerlistarnámskeið sem og hún býður fólk velkomið í gallerý sitt þar sem hún hefur vörur sínar og listaverk til sölu. Dröfn býr til ýmislegt úr gleri eins og til dæmis glerkort, hálsmen, nælur, myndir og alls kyns skálar. Hún býr einnig til matarstell sem hafa gengið vel og eru mjög fjölnota þar sem venjulegur matardiskur getur einnig nýst sem ostabakki eða undir kerti. Annars eru það bakkarnir hennar sem njóta mestra vinsælda. "Bakkarnir eru allt frá fimmtíu sentímetra langir og upp í einn meter. Þeir hafa selst alveg rosalega vel enda bjóða þeir uppá marga möguleika. Það er ekkert skraut á þeim og eru þeir hálf gegnsæir þannig að hægt er að nota þá með hvaða dúk sem er. Þeir geta bæði nýst sem bakkar undir snittur, kökur eða kerti enda mjög látlausir," segir Dröfn en fallegur fjólublár gljái er á bökkunum sem gefur þeim undraverðan svip. Dröfn býr líka til sérstaka aðventubakka sem seljast vel fyrir jólin. "Bakkarnir passa einmitt undir fjögur kerti og skreytingu. Síðan er mjög sniðugt að setja til dæmis epli í staðinn fyrir kerti og skipta einu epli út fyrir kerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Smám saman hverfa eplin og kertin taka við. Þessi bakkar eru í stöðugri framleiðslu hjá mér en seljast mest um jólin og eru einnig vinsælir í brúðargjafir." Dröfn er aldeilis komin í jólaskapið og lætur ekki staðar numið við aðventubakkana. "Ég bý líka til jólakort með jólastjörnum, jólasveinum og jólatrjám sem eru voðalega falleg. Einnig geri ég jólaskraut úr gleri sem hægt er að setja á jólatré. Ég vil hafa formin mín einföld enda er ég ekki mikil skrautkona." Vinnustofan og gallerýið er opið á miðvikudögum og fimmtudögum frá 15 til 18 en hægt er að panta tíma hjá Dröfn á öðrum dögum í síma 661 1144. Minnsta mál er fyrir Dröfn að hlaupa yfir í vinnustofuna þar sem hún býr í næsta húsi. Einnig geta áhugasamir skoðað heimasíðu hennar, icelandicart.is.Bakkarnir sem Dröfn gerir eru allt frá fimmtíu sentímetrum og uppí einn meter að lengd. FleiriMynd/ValliDröfn gerir falleg jólakort úr gleri með alls konar myndum. FleiriMynd/Valli Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Við Fálkagötu 30b í Reykjavík inní þröngu húsasundi er lítil, sæt vinnustofa og gallerý sem tilheyrir fyrirtækinu Íslensk list. Þar hefur Dröfn Guðmundsdóttir, myndhöggvari og eigandi fyrirtækisins aðstöðu. Húsið lætur ekki mikið yfir sér að utan en er vægast sagt eins og ævintýraland að innan. "Ég útskrifaðist árið 1993 úr Mynd- og handíðaskólanum sem myndhöggvari og byrjaði þá að vinna með gler. Síðan þá hef ég unnið nær eingöngu með gler enda einstaklega gaman að vinna með það," segir Dröfn. Dröfn stofnaði fyrirtækið árið 2000 og hefur bæði haldið stutt glerlistarnámskeið sem og hún býður fólk velkomið í gallerý sitt þar sem hún hefur vörur sínar og listaverk til sölu. Dröfn býr til ýmislegt úr gleri eins og til dæmis glerkort, hálsmen, nælur, myndir og alls kyns skálar. Hún býr einnig til matarstell sem hafa gengið vel og eru mjög fjölnota þar sem venjulegur matardiskur getur einnig nýst sem ostabakki eða undir kerti. Annars eru það bakkarnir hennar sem njóta mestra vinsælda. "Bakkarnir eru allt frá fimmtíu sentímetra langir og upp í einn meter. Þeir hafa selst alveg rosalega vel enda bjóða þeir uppá marga möguleika. Það er ekkert skraut á þeim og eru þeir hálf gegnsæir þannig að hægt er að nota þá með hvaða dúk sem er. Þeir geta bæði nýst sem bakkar undir snittur, kökur eða kerti enda mjög látlausir," segir Dröfn en fallegur fjólublár gljái er á bökkunum sem gefur þeim undraverðan svip. Dröfn býr líka til sérstaka aðventubakka sem seljast vel fyrir jólin. "Bakkarnir passa einmitt undir fjögur kerti og skreytingu. Síðan er mjög sniðugt að setja til dæmis epli í staðinn fyrir kerti og skipta einu epli út fyrir kerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Smám saman hverfa eplin og kertin taka við. Þessi bakkar eru í stöðugri framleiðslu hjá mér en seljast mest um jólin og eru einnig vinsælir í brúðargjafir." Dröfn er aldeilis komin í jólaskapið og lætur ekki staðar numið við aðventubakkana. "Ég bý líka til jólakort með jólastjörnum, jólasveinum og jólatrjám sem eru voðalega falleg. Einnig geri ég jólaskraut úr gleri sem hægt er að setja á jólatré. Ég vil hafa formin mín einföld enda er ég ekki mikil skrautkona." Vinnustofan og gallerýið er opið á miðvikudögum og fimmtudögum frá 15 til 18 en hægt er að panta tíma hjá Dröfn á öðrum dögum í síma 661 1144. Minnsta mál er fyrir Dröfn að hlaupa yfir í vinnustofuna þar sem hún býr í næsta húsi. Einnig geta áhugasamir skoðað heimasíðu hennar, icelandicart.is.Bakkarnir sem Dröfn gerir eru allt frá fimmtíu sentímetrum og uppí einn meter að lengd. FleiriMynd/ValliDröfn gerir falleg jólakort úr gleri með alls konar myndum. FleiriMynd/Valli
Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira