Spennandi ferðir fyrir alla 18. nóvember 2004 00:01 Ferðaskrifstofan Stúdentaferðir er sennilega fremst í flokki þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða upp á óvenjulegar ævintýraferðir á mjög viðráðanlegu verði. Stúdentaferðir urðu til fyrir þremur árum við samruna Ferðaskrifstofu stúdenta og fyrirtækisins Vistaskipti og nám. Viðskiptavinirnir eru, eins og nafnið gefur til kynna, að miklu leyti námsmenn og ungt fólk sem tekur sér hlé frá námi til að skoða heiminn. "Vinsælustu ferðirnar þessa dagana eru starfsþjálfunarferðir," segir Hulda Stefánsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða. "Þá fer fólk fyrst í málanám og undirbúning og svo að vinna á hótelum og veitingahúsum. Svo er líka vinsælt að ferðast um Suður- og Mið-Ameríku og fara í málaskóla og læra spænsku á ólíkum stöðum í ferðinni. Áhuginn á sjálfboðastörfum og ævintýraferðum er alltaf að aukast. Sjálfboðastörfin eru í Kosta Ríka, Gvatemala, Perú og Suður-Afríku og eru þau til dæmis hjá Rauða krossinum og oft við að aðstoða börn sem búa á götunni. Þá er farið frá Íslandi í málanám og undirbúning og á meðan á því stendur er fundið verkefni fyrir sjálfboðaliðana. Lágmarksdvalartími er 12 vikur en flestir finna sig svo vel í þessum ferðum að þeir vilja framlengja dvölina. Við höfum einnig sent fólk til Suður-Afríku í þriggja til fjögurra mánaða vinnu sem lýkur á gönguferð um villislóðir. Við hvetjum fólk alltaf til að gera sem mest úr ferðinni á þessar fjarlægu slóðir." Hulda hefur sjálf ferðast og dvalið erlendis svo hún þekkir það af eigin raun. "Ég fór sjálf sem au-pair en á eftir að fara í ævintýraferð. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég myndi frekar vilja fara í ævintýraferð til Asíu eða um Mið-Ameríku, hvort tveggja heillar mig mjög." Hulda vill að lokum taka fram að ævintýraferðirnar eru fyrir alla, ekki bara ungt fólk og námsmenn. "Þó við séum Stúdentaferðir þá bjóðum við upp á spennandi ferðir fyrir alla, ekki bara stúdenta." Nánari upplýsingar um það sem er í boði hjá Stúdentaferðum má finna á heimasíðunni www.exit.is. Tilboð Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ferðaskrifstofan Stúdentaferðir er sennilega fremst í flokki þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða upp á óvenjulegar ævintýraferðir á mjög viðráðanlegu verði. Stúdentaferðir urðu til fyrir þremur árum við samruna Ferðaskrifstofu stúdenta og fyrirtækisins Vistaskipti og nám. Viðskiptavinirnir eru, eins og nafnið gefur til kynna, að miklu leyti námsmenn og ungt fólk sem tekur sér hlé frá námi til að skoða heiminn. "Vinsælustu ferðirnar þessa dagana eru starfsþjálfunarferðir," segir Hulda Stefánsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða. "Þá fer fólk fyrst í málanám og undirbúning og svo að vinna á hótelum og veitingahúsum. Svo er líka vinsælt að ferðast um Suður- og Mið-Ameríku og fara í málaskóla og læra spænsku á ólíkum stöðum í ferðinni. Áhuginn á sjálfboðastörfum og ævintýraferðum er alltaf að aukast. Sjálfboðastörfin eru í Kosta Ríka, Gvatemala, Perú og Suður-Afríku og eru þau til dæmis hjá Rauða krossinum og oft við að aðstoða börn sem búa á götunni. Þá er farið frá Íslandi í málanám og undirbúning og á meðan á því stendur er fundið verkefni fyrir sjálfboðaliðana. Lágmarksdvalartími er 12 vikur en flestir finna sig svo vel í þessum ferðum að þeir vilja framlengja dvölina. Við höfum einnig sent fólk til Suður-Afríku í þriggja til fjögurra mánaða vinnu sem lýkur á gönguferð um villislóðir. Við hvetjum fólk alltaf til að gera sem mest úr ferðinni á þessar fjarlægu slóðir." Hulda hefur sjálf ferðast og dvalið erlendis svo hún þekkir það af eigin raun. "Ég fór sjálf sem au-pair en á eftir að fara í ævintýraferð. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég myndi frekar vilja fara í ævintýraferð til Asíu eða um Mið-Ameríku, hvort tveggja heillar mig mjög." Hulda vill að lokum taka fram að ævintýraferðirnar eru fyrir alla, ekki bara ungt fólk og námsmenn. "Þó við séum Stúdentaferðir þá bjóðum við upp á spennandi ferðir fyrir alla, ekki bara stúdenta." Nánari upplýsingar um það sem er í boði hjá Stúdentaferðum má finna á heimasíðunni www.exit.is.
Tilboð Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira