Sverðfiskur og karríkássur 18. nóvember 2004 00:01 Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli. Matur Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli.
Matur Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira