Leiðist eldhúsið 22. nóvember 2004 00:01 "Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla Hús og heimili Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
"Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla
Hús og heimili Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira