Flottir Hljómar Egill Helgason skrifar 2. desember 2004 00:01 Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Hljómar: Hljómar. Zonet 2004 Á Beach Boys tónleikunum varð mér hugsað til þess að þessir karlar hefðu getað notað mann eins og Gunnar Þórðarson í bandið. Þarna fluttu þeir eintóm lög sem eru samin fyrir 1970 - flest álíka gömul og Bláu augun þín - en á undan hafði Gunnar komið fram með Hljómum, allir á sjötugsaldri, og spiluðu bara nýtt efni. Mér fannst þetta hljóma svo vel hjá þeim að ég rauk upp í Skífu á Laugaveginum og keypti plötuna. Kemur það satt að segja mjög á óvart að sjá hana neðarlega á sölulistum. Kannski er ekkert að marka þá ennþá - salan er líklega ekki komin í gang. Skemmst er frá því að segja að þetta er prýðileg plata. Heilsteyptari en Hljómaplatan sem kom út í fyrra. Það er meiri áhersla lögð á sönginn - líklega hafa Hljómarnir aldrei lagt jafn mikið í raddsetningar. Engilbert Jensen fer á kostum - raddir hinna eru eins og blaktandi vefur á bak við. Áhrifin frá Beach Boys og Brian Wilson eru greinileg þótt bítlið sé líka til staðar - spila- og sönggleðin er ósvikin. Ég sé í tölvunni hjá mér að ég er búinn að spila sum lögin fimmtán sinnum, þau hljóma í kollinum á manni þegar maður vaknar á morgnana og burstar tennurnar á kvöldin - það er ótrulegt hvað Gunnar getur samið af svona melódíum og hættir ekki þótt flestir jafnaldrar hans í rokkinu séu löngu útbrunnir.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira