Samstarf um íbúðarlán 5. desember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira