Bakvinnslusvið KB banka hefur starfsemi á Akureyri 6. desember 2004 00:01 KB banki hefur tekið í notkun nýja deild á Akureyri og er hún hluti af bakvinnslusviði bankans. Nú þegar hafa átta nýir starfsmenn tekið til starfa við deildina og munu þeir annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í allt að 15 manns á árinu 2005. Það kom í hlut Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, að klippa á borða og opna bakvinnsludeildina formlega og lýsti hann yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun að opna þessa nýju deild á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði samkomuna og sagðist taka ofan fyrir KB banka vegna þessa atburðar. Liður í að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið KB banki er stærsti banki landsins og hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Bankinn rekur nú 36 útibú og afgreiðslustöðvar hér á landi en er auk þess með öfluga og sívaxandi starfsemi erlendis. Við vígsluathöfnina sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, að það væri KB banka mikið ánægjuefni að gangsetja þessa vinnslu á Akureyri. "KB banki er öflugur þátttakandi í sókn fyrirtækja á erlendan markað, en bankinn er ekki síður áhugasamur um verkefni sín innanlands. Við erum stærsti banki landsins en eigum samt talsvert í land með að ná mestu markaðshlutdeild í viðskiptum við einstaklinga. Þess vegna erum við í öflugri "útrás" hér á íslensku vígstöðvunum ekki síður en á alþjóðavettvangi og hluti af henni er að gera "innrás" út á landsbyggðina."Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, klippti á borða er bakvinnsludeildin á Akureyri var formlega opnuð og naut við það aðstoðar Hilmars Ágústssonar, útibússtjóra á Akureyri, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
KB banki hefur tekið í notkun nýja deild á Akureyri og er hún hluti af bakvinnslusviði bankans. Nú þegar hafa átta nýir starfsmenn tekið til starfa við deildina og munu þeir annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í allt að 15 manns á árinu 2005. Það kom í hlut Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, að klippa á borða og opna bakvinnsludeildina formlega og lýsti hann yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun að opna þessa nýju deild á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði samkomuna og sagðist taka ofan fyrir KB banka vegna þessa atburðar. Liður í að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið KB banki er stærsti banki landsins og hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Bankinn rekur nú 36 útibú og afgreiðslustöðvar hér á landi en er auk þess með öfluga og sívaxandi starfsemi erlendis. Við vígsluathöfnina sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, að það væri KB banka mikið ánægjuefni að gangsetja þessa vinnslu á Akureyri. "KB banki er öflugur þátttakandi í sókn fyrirtækja á erlendan markað, en bankinn er ekki síður áhugasamur um verkefni sín innanlands. Við erum stærsti banki landsins en eigum samt talsvert í land með að ná mestu markaðshlutdeild í viðskiptum við einstaklinga. Þess vegna erum við í öflugri "útrás" hér á íslensku vígstöðvunum ekki síður en á alþjóðavettvangi og hluti af henni er að gera "innrás" út á landsbyggðina."Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, klippti á borða er bakvinnsludeildin á Akureyri var formlega opnuð og naut við það aðstoðar Hilmars Ágústssonar, útibússtjóra á Akureyri, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira