Sjávarútveginum blæðir 8. desember 2004 00:01 Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn. Viðskipti Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn.
Viðskipti Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira