Kósí stemming í huggulegu húsnæði 9. desember 2004 00:01 "Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund." Hús og heimili Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
"Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund."
Hús og heimili Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira