Samningar um fjármögnun í höfn 18. desember 2004 00:01 Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira