Samningar um fjármögnun í höfn 18. desember 2004 00:01 Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira