Baugur kaupir Big Food Group 18. desember 2004 00:01 Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og tilboð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærstan hluta fjármögnunarinnar og tekur einnig níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Big Food er metið á 40 milljarða og endurfjármögnun skulda er upp á 42 milljarða og fjármögnun rekstrar og birgða hljóðar upp á 30 milljarða. Þetta eru umfangsmestu og flóknustu viðskipti sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið fyrir. KB banki, Burðarás og Landsbankinn koma einnig að kaupunum. Rekstur Iceland verður undir sérstöku eignarhaldsfélagi þar sem Baugur og Pálmi Haraldsson verða stærstu hlutahafar. Pálmi mun gegna stjórnarformennsku hjá Iceland. Í hóp hluthafa Iceland bætist Milestone við, sem er undir forystu Karls Wernerssonar, kjölfestufjárfestis í Íslandsbanka, og hópur undir forystu Malcolms Walker stofnanda Iceland-keðjunnar. Það vekur athygli hversu stóran eignarhlut Bank of Scotland tekur í eignarhaldsfélaginu. Það er talið til marks um mikla trú bankans á forystu Baugs í þessum kaupum. Kaup Baugs eru stór, jafnvel á breskan mælikvarða og meðal breskra kaupsýslumanna er talið að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni, þá verði þeim allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Tilboð Giant BidCo verður lagt fyrir hluthafafund Big Food Group í janúar og verði tilboðið samþykkt, eins og flest bendir til, mun Baugur og samstarfsaðilar taka við stjórn fyrirtækisins 11. febrúar. Með í kaupunum fylgja fasteignir, meðal annars vel staðsettar búðir Iceland þar sem umtalsverð dulin verðmæti eru talin liggja. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Sjá meira
Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og tilboð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærstan hluta fjármögnunarinnar og tekur einnig níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Big Food er metið á 40 milljarða og endurfjármögnun skulda er upp á 42 milljarða og fjármögnun rekstrar og birgða hljóðar upp á 30 milljarða. Þetta eru umfangsmestu og flóknustu viðskipti sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið fyrir. KB banki, Burðarás og Landsbankinn koma einnig að kaupunum. Rekstur Iceland verður undir sérstöku eignarhaldsfélagi þar sem Baugur og Pálmi Haraldsson verða stærstu hlutahafar. Pálmi mun gegna stjórnarformennsku hjá Iceland. Í hóp hluthafa Iceland bætist Milestone við, sem er undir forystu Karls Wernerssonar, kjölfestufjárfestis í Íslandsbanka, og hópur undir forystu Malcolms Walker stofnanda Iceland-keðjunnar. Það vekur athygli hversu stóran eignarhlut Bank of Scotland tekur í eignarhaldsfélaginu. Það er talið til marks um mikla trú bankans á forystu Baugs í þessum kaupum. Kaup Baugs eru stór, jafnvel á breskan mælikvarða og meðal breskra kaupsýslumanna er talið að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni, þá verði þeim allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Tilboð Giant BidCo verður lagt fyrir hluthafafund Big Food Group í janúar og verði tilboðið samþykkt, eins og flest bendir til, mun Baugur og samstarfsaðilar taka við stjórn fyrirtækisins 11. febrúar. Með í kaupunum fylgja fasteignir, meðal annars vel staðsettar búðir Iceland þar sem umtalsverð dulin verðmæti eru talin liggja.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur