Heims um ból 24. desember 2004 00:01 "Heims um ból helg eru jól" segir í texta Sveinbjarnar Egilssonar í hinum þekkta jólasálmi, sem nú um hátíðarnar mun hljóma í kirkjum landsins og víðar um land þar sem fólk kemur saman. Rætur þessa fallega sálms liggja í bænum Obendorf í Austurríki í námunda við Salzburg, og má rekja þær allt aftur til 24. desember árið 1818 þegar sálmurinn var fyrst fluttur við messu þar í bænum. Sagan segir að Joseph Mohr aðstoðarprestur hafi samið textann tveimur árum fyrr, en hann hafi að morgni aðfangadags komið að máli við Franz Gruber, sem þá var tónlistarkennari á staðnum, og beðið hann að semja lag við textann fyrir tvo einsöngvara, kór og gítar. Þeir fluttu það svo ásamt öðrum við messu í Nikulásarkirkjunni um kvöldið, og síðan hefur það hljómað víða um heim. Á þýsku hefjast öll versin 6 á orðunum "kyrra nótt - heilaga nótt" og hinn enskumælandi heimur hefur þýtt það beint, en hér fór Sveinbjörn Egilsson aðrar leiðir sem kunnugt er. Í þau nærri 200 ár sem sálmurinn hefur verið sunginn hefur hann átt sinn þátt í að sameina fólk um jólahátíðina - sameina fjölskyldur, vini og félaga. Það er hreint ótrúlegt hve mikil áhrif sálmurinn hefur haft á hinn kristna heim. Á þessari hátíð frelsarans er hollt að huga að hinum andlegu verðmætum. Hin veraldlegu verðmæti skipta menn oft miklu máli um stundarsakir, en þegar upp er staðið eru það hin andlegu verðmæti, góð heilsa og vináttan, sem skipta mestu máli. Fólk leggur mikið á sig og ferðast yfir lönd og yfir höf til að vera með sínum um jólin. Það eru engir aðrir dagar á árinu sem skipta eins miklu máli í þessum efnum og þeir sem eru nú framundan. Þrátt fyrir að ytri búnaður hátíðarinnar hafi breyst í áranna rás er það þó alltaf fæðing frelsarans og kærleikurinn sem eru miðpunkturinn. Í nútímaþjóðfélagi er það hraðinn og ysinn sem er orðinn meira áberandi en áður. Margskiptar fjölskyldur koma líka æ meira við sögu, fjölskyldumynstrið er orðið svo flókið hjá sumum, að það getur verið heilmikið mál að skipuleggja jólahátíðina þannig að allir geti hist og verið saman og notið hátíðarinnar. En það eru því miður ekki allir sem geta verið í faðmi fjölskyldu og vina um jólin. Sumir þurfa að dvelja á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum. Margir þurfa að sinna skyldustörfum til sjós og lands og í fjarlægum heimshlutum, þar sem almennt eru ekki haldin jól, en hvar sem kristnir menn eru staddir reyna menn að gera eitthvað sem minnir á jólahátíðina, og þá gjarnan heimalandið. Það eru lítil jól hjá Íslendingum í útlöndum ef þeir hafa ekki hangikjöt við höndina og geta ekki hlustað á jólamessuna í Útvarpinu. "Friður á jörðu, því faðirinn er/fús þeim að líka, sem tilreiðir sér" segir Sveinbjörn Egilsson svo í sálminum góða. Það er því miður ekki því að heilsa að það sé alls staðar friður á jörðu. Það er margskonar ófriður í gangi, ekki bara stríð með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja, heldur ófriður manna í milli sem birtist í ýmsum myndum. Reynum að láta boðskap jólasálmsins ríkja í hjörtum vorum um hátíðarnar. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun
"Heims um ból helg eru jól" segir í texta Sveinbjarnar Egilssonar í hinum þekkta jólasálmi, sem nú um hátíðarnar mun hljóma í kirkjum landsins og víðar um land þar sem fólk kemur saman. Rætur þessa fallega sálms liggja í bænum Obendorf í Austurríki í námunda við Salzburg, og má rekja þær allt aftur til 24. desember árið 1818 þegar sálmurinn var fyrst fluttur við messu þar í bænum. Sagan segir að Joseph Mohr aðstoðarprestur hafi samið textann tveimur árum fyrr, en hann hafi að morgni aðfangadags komið að máli við Franz Gruber, sem þá var tónlistarkennari á staðnum, og beðið hann að semja lag við textann fyrir tvo einsöngvara, kór og gítar. Þeir fluttu það svo ásamt öðrum við messu í Nikulásarkirkjunni um kvöldið, og síðan hefur það hljómað víða um heim. Á þýsku hefjast öll versin 6 á orðunum "kyrra nótt - heilaga nótt" og hinn enskumælandi heimur hefur þýtt það beint, en hér fór Sveinbjörn Egilsson aðrar leiðir sem kunnugt er. Í þau nærri 200 ár sem sálmurinn hefur verið sunginn hefur hann átt sinn þátt í að sameina fólk um jólahátíðina - sameina fjölskyldur, vini og félaga. Það er hreint ótrúlegt hve mikil áhrif sálmurinn hefur haft á hinn kristna heim. Á þessari hátíð frelsarans er hollt að huga að hinum andlegu verðmætum. Hin veraldlegu verðmæti skipta menn oft miklu máli um stundarsakir, en þegar upp er staðið eru það hin andlegu verðmæti, góð heilsa og vináttan, sem skipta mestu máli. Fólk leggur mikið á sig og ferðast yfir lönd og yfir höf til að vera með sínum um jólin. Það eru engir aðrir dagar á árinu sem skipta eins miklu máli í þessum efnum og þeir sem eru nú framundan. Þrátt fyrir að ytri búnaður hátíðarinnar hafi breyst í áranna rás er það þó alltaf fæðing frelsarans og kærleikurinn sem eru miðpunkturinn. Í nútímaþjóðfélagi er það hraðinn og ysinn sem er orðinn meira áberandi en áður. Margskiptar fjölskyldur koma líka æ meira við sögu, fjölskyldumynstrið er orðið svo flókið hjá sumum, að það getur verið heilmikið mál að skipuleggja jólahátíðina þannig að allir geti hist og verið saman og notið hátíðarinnar. En það eru því miður ekki allir sem geta verið í faðmi fjölskyldu og vina um jólin. Sumir þurfa að dvelja á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum. Margir þurfa að sinna skyldustörfum til sjós og lands og í fjarlægum heimshlutum, þar sem almennt eru ekki haldin jól, en hvar sem kristnir menn eru staddir reyna menn að gera eitthvað sem minnir á jólahátíðina, og þá gjarnan heimalandið. Það eru lítil jól hjá Íslendingum í útlöndum ef þeir hafa ekki hangikjöt við höndina og geta ekki hlustað á jólamessuna í Útvarpinu. "Friður á jörðu, því faðirinn er/fús þeim að líka, sem tilreiðir sér" segir Sveinbjörn Egilsson svo í sálminum góða. Það er því miður ekki því að heilsa að það sé alls staðar friður á jörðu. Það er margskonar ófriður í gangi, ekki bara stríð með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja, heldur ófriður manna í milli sem birtist í ýmsum myndum. Reynum að láta boðskap jólasálmsins ríkja í hjörtum vorum um hátíðarnar. Gleðileg jól.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun